Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 12

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 12
Ef hann vissi bara eitthvað um mann Elsu — en því var ekki að heilsa. Hann hafði einungis séð nokkrar myndir af hon- um á heimili hans. Feitur, luralegur náungi með lítil, stingandi augu. Umferðasali, sí- fellt á ferðalagi og kom ekki heim nema einu sinni í mánuði. Elsa hafði gifzt hon- um vegna peninganna. Það var ekki um annað að gera en að bíða. Um hádegið Iiafði hann naumast nokkra lyst á að borða. „Ertu viss um, að þú sért vel frískur, góði minn?“ spurði Emily áhyggjufull. „Aðeins smávegis meltingarkvilli, það er allt og sumt,“ skrökvaði hann. „Er allt of mikið á þönum.“ „Það ættir þú ekki að gera, Arthur. Hvernig ættir þú að geta hjálpað sjúkling- um þínum, ef þú gætir þess ekki að vera frískur sjálfur?" Það var furðulegt að hugsa sér, að Emily skyldi stöðugt álíta hann mikinn mann, sem sigraðist á dauðanum að minnsta lcosti tvisvar á dag. Stórkostlegt! Ég er viss um, að þú hefur allt of mikið að gera, Arthur. Þú ættir að fá þér aðstoð- arlækni." Allt í einu gerði hann sér Ijóst, hvílíkur labbakútur hann var. Árum saman hafði Emily eingöngu fórnað sér fyrir hann, trúað á hæfileika hans og frama, stjórnað heim- ilinu eins og engill ... og í staðinn hafði hann fyrirlitið hana. Og nú myndi hún verða dregin niður í sorpið ásamt honum! „Þú ert dásamleg, Emily.“ Orðin komu næstum gegn vilja hans. Hún starði á hann. „Arthur, þú ert ekki frískur — alveg eins og mér datt í hug.“ „Ég veit vel, að ég geri þér lífið leitt. Ég er stöðugt á þönum og þegar ég loks kem heim, er ég þreyttur og úrillur. En þú 'kvartar aldrei, finnur aldrei að neinu.“ Hann var loðmæltur. Hann hafði ekki sagt eitt einasta vingjarnlegt eða þakkar- orð við hana árum saman. Og þegar hann loks reyndi það, áleit hún, að hann væri veikur. „Þú ert svo undarlegur, Arthur! Eins og ég hafi ekki gert mér ljóst, að það var lækn- ir, sem ég var gift.“ Elún myndi fljótlega komast að því, hvers konar læknir hann var! Hann ætti að senda kúlu gegnum hausinn á sér, af því hann hafði hegðað sér eins og svín. „Þú — þú myndir standa við hlið mér, sama hvað kæmi fyrir, er það ekki?“ „Jú, auðvitað, Arthur, en er nokkuð —“ „Nei, nei, það er ekkert að.“ Hann klapp- aði henni ofurlítið á kinnina eins og hann hafði verið vanur að gera áður fyrr. Nei, það var óhugsandi, að allt færi í hundana einmitt núna, þegar hann var far- inn að skilja hin raunverulegu verðmæti lífsins! Ef hann bara slyppi í þetta sinn, skyldi hann hætta að helga starfskröftum sínum hættulegu, móðursjúku kvenfólki. Hann var kvíðinn og órólegur það sem eftir var dagsins og gleymdi með vilja að vitja Muriel Stone. Klukkan sjö hringdi Wilson gamli lækn- ir til hans frá sjúkrahúsinu. Það var við- vikjandi uppskurði, sem ekki mátti bíða. Gæti hann komið strax og aðstoðað? „Jæja. Ég skal vera kominn eftir tíu min- útur.“ „Ég held matnum heitum, þangað til þú kémur aftur,“ sagði Emily. Hann þreif hattinn af snaganum og opn- aði. Hver fjandinn! Þarna kom sjúklingur gangandi á móti honum. í sama bili féll birtan úr ganginum í and- lit komumanns. Það var Reading. „Lynd læknir?" „Já. En ég er einmitt á förum.“ „Jæja?“ Það var ekki hægt annað en taka eftir ónotahreimnum í röddinni. „Ég hefði 10 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.