Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 13

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 13
annars þurft að tala dálítið við yður.“ „Er það viðvíkjandi sjúkling?" „Nei, en —“ „Þá lief ég því miður ekki tíma rétt í svip- inn, Reading.“ Nafnið skauzt út úr honum, áður en liann gerði sér ljóst, að maðurinn hefði ekki kynnt sig. „Nú, þér þekkið mig.“ Róbert Reading hló glaðklakkalega. „Yður finnst ef til vill ég líta út eins og ærlegt fífl?“ Arthur Lynd stillli sig af öllum mætti. „Þér verðið að afsaka, Reading, en ég hef engan tírna núna. Eg þarf að aðstoða víð uppskurð eftir örfáar mínútur." Hann heyrði Reading urra eitthvað um leið og hann hraðaði sér framhjá honum. Nú var það alvara — nú var ekki hægt að bjarga málinu úr þessu.----- Eftir klukkutíma var hann kominn aftur. „Ó, Arthurl" heyrðist rödd Emily. „Þessi maður, sem þú talaðir við —“ Það var sem hjartað hætti að slá. Guð komi til, ef Reading hefði þegar blandað Emily í málið — „— hann spurði, hvort hann mætti skrifa nokkur orð til þín. Hann var dálítið æstur, en ég gerði honum skiljanlegt, að þú yrðir að fara. Bréfið liggur í lækningastofunni." Fætur hans voru þlýþungir, þegar hann gekk þangað inn. Hann reif upp bréfið: „Hr. Lynd. Þér verðið að afsaka, að ég var dálítið argur í kvöld, en það hef ég ver- ið síðan ég sá reikninginn frá yður. Þegar þér svo vilduð ekki tala við mig, gætti ég mín ekki sem skyldi, en á eftir skildist mér, að þér hefðuð orðið að fara, og þess vegna skrifa ég yður, og þér getið lesið það, þeg- ar þér hafið tíma til. Það var sem sagt þessi reikningur, er mér fannst nokkuð ósvífinn. Ég var á ferðalagi, þegar konan mín veiktist, en ég hef grennsl- azt eftir því, live veik hún hafi verið, hve SKEMMTISÖGUR oft þér hafið vitjað hennar og fleira, og eftir því sem ég hef komizt næst, var liún á fótum, svo sjéikdómurinn getur ekki liafa verið eins alvarlegur og reikningurinn gef- ur í skyn. Ég vil biðja yður að gera svo vel að senda svarið til verzlunarheimilisfangs míns, því að mér og konu minni þykir vænt hvoru um annað, og það kynni að særa hana, ef hún héldi að ég hikaði við að greiða nauð- synlcga læknishjálp fyrir hana. Hún myndi ekki skilja, að kaupsýslumaður kærir sig ekki um að láta okra á sér. Virðingarfyllst, R. J. Reading“. Það yrði ekkert hneyksli! Þetta var ein- ungis ein af glettum örlaganna. En sá létt- ir! Hvílíkur takmarkalaus léttir. Það voru aðeins peningarnir, sem Read- ing liafði í huga með spurningum sínum. „Þú ert sannarlega fljótur að skipta skapi í dag, góði minn,“ sagði Emily, er hann hafði talað stanzlaust við kvöldverðinn. „Er það?“ Hann hló glaðlega. Honum fannst hann eins og nýsmurð vél. „Nú, en hvað langar þig þá til að gera í kvöld?" „Þú átt þó ekki við, að —“ „Jú, aldrei þessu vant eru engar sjúkra- vitjanir." „Þá skulum við sitja hérna heima við arininn," sagði hún blíðlega. Þau sátu við arininn, og hún talaði um nýju gluggatjöldin, sem hún ætlaði að setja í biðstofuna. Klukkan hálftíu setti hún á sig gleraugu og fór að prjóna. „Viltu enn þá helzt ganga í dökkgráum sokkum, góði minn?" Hann kinkaði kolli, tók tímarit og fór að blaða í því. Hann heyrði Emily varpa öndinni á- nægjulega — eins og köttur, sem malar. Tuttugu mínútum fyrir tíu hringdi sím- inn. Hann anzaði. Það var Muriel Stone. 11

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.