Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 15

Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 15
Irena gekk til Sonju, grönn og vel klædd. ÞUSUND LOFORÐ Smásaga eftir KATHARINE HAVILLAND-TAYLOR. Það skyldi oldrei neinn örvænta, er boðskapurinn í þessari fögru smósögu, um baróttu ungrar konu fyrir hamingju sinni og barna sinna — en sigur- launin eru maðurinn, sem hún elskar! IRENE Almind var, þrátt fyrir æsku sína, sérfræðingur í matreiðslu og kennslukona í stórum, viðurkenndum húsmæðraskóla. Það voru þó nokkrir ungir menn, sem óskuðu þess, að hún léti sér nægja eitt eldhús — sem sé þeirra eigið — en Irene unni starfi sínu og hló aðeins að tilhugsuninni um að hætta því. Dag nokkurn hringdi Sonja vinstúlka hennar og bað hana að undirbúa með sér SKEMMTISÖGUR miðdegisverðarboð, því, eins og hún sagði: „Það kemur fjöldi fólks, og mér gengur ekk- ert með undirbúninginn." Grönn, vel búin — líka falleg, ef maður virti hana fyrir sér — kom Irene til Sonju, sem enn sat í slopp og barmaði sér yfir ryk- sugunni, sem var „fallin í dvala." Irene tók til óspilltra málanna, og eftir nokkra stund var allt komið í röð og reglu og matborðið hið girnilegasta. 13

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.