Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 16
/ Þegax gestirnir voru komnir, settist Irene
á legubekk og virti þá fyrir sér. Þegar mað-
ur vinnur baki brotnu daglega, er ekki auð-
velt að blanda sér fyrirvaralaust í gáskafull-
an félagsskap, en hún naut þess að horfa á
aðra og hlusta á glaðværðina.
Allt í einu veitti hún athygli háum, lítið
eitt rosknum manni, sem talaði við Sonju.
Hann horfði til hennar án þess að líta af
henni. Hún fann allt í einu til undarlegrar
æsingar.
„Sonja segir, að þér heitið Irene Almind,“
sagði hann, „má ég setjast hérna — hjá
yður?“
Síðustu orðin sagði hann lágri röddu,
eins og það væri sérstök náð að fá að sitja
við hlið hennar.
„Irene,“ sagði hann lágt, eins og hann
væri að tala við sjálfan sig, og hafði ekki
augun af henni. „Irene, það þýðir ró, vitið
þér sjálfsagt — og það nafn hæfir yður mjög
svo vel.“
Irene leit á hann, brosti ofurlítið og sagði:
„Ég vissi ekki, að nafnið Irene þýddi ró,
en ég þakka upplýsingarnar."
„Þér eruð falleg,“ sagði liann, án þess að
brosa. Irene leit niður og hún fann, að þetta
var fyllsta alvara hans ... eða þá að hann
var æfður leikari. Hefði hún getað lesið
hugsanir hans, myndi hún hafa undrazt enn
meir. Því að hann var hrærður. Honum
fannst sem hefði hann alla ævi sína leitað
þessarar stúlku. Það var eitthvað í fari
hennar, sem heillaði hann ... eitthvað svalt,
eins og vatn í djúpum brunni, en þó var
eins og leyndur ylur byggi undir yfirborð-
inu.
Irene sat með spenntar greipar í kjöltu
sér. Hún fann blóðið streyma fram í kinn-
arnar. Svona hafði enginn talað við hana
áður.
„Hvað eruð þér gömul?“ spurði hann ...
og þó undarlegt væri, fannst henni þetta
ekkert óviðeigandi spurning.
„Tuttugu og fjögra," svaraði hún og
neyddi sig til að líta upp aftur.
„Og ég er bráðum fertugur, svo það er
heilt hyldýpi milli okkar. En við því er ekk-
ert að gera.“ Hann brosti í fyrsta sinn til
hennar og tók um hönd hennar og horfði
á hana.
„Á ég að spá fyrir yður? Ég er nefnilega
dálítill spámaður ... nei, brosið nú ekki.
Sjáum nú til. ... Þessi lína er lífslínan —
falleg, löng lífslína, svo að þér getið verið
ánægð með það. Hérna er hamingjulínan,
hún sker lífslínuna alveg á réttum stað ...
og svo komum við að því, sem mest er um
vert, ástarlínunni! Nei, þetta er merkilegt!
Það lítur út fyrir, að þér séuð einmitt núna
í þann veginn að kynnast hinni miklu ást.
. . . Hvað segið þér um það?“
Irene hló, en röddin titraði ofurlítið, þeg-
ar hún svaraði: „Því átti ég ekki von á. ...
Hvenær skyldi það verða?“
Hann hleypti í brúnirnar: „Ég sé einung-
is, að það mun koma rnaður og biðja yð-
ar. ...“
„Þér eruð nýbúinn að því,“ greip hún
fram í fyrir honum hlæjandi.
„Já, rétt segið þér,“ svaraði hann með
gamansemri undrun. „Hugsa sér, þá erum
það við, sem forlögin hafa haft í huga. Jæja,
þá þýðir víst ekki að veita viðnám. Það fer,
eins og það á að fara. En þá ætturn við líka
að kynna okkur hvert öðru. Það ætti ekki
að vera seinna vænna.“
(Hvern skyldi gruna, að hann hefði leik-
ið þennan sama leik við annað kvenfólk
áður? Og hver gat verið viss um, að hann
væri fullkomlega sannfærður um, að þetta
væri hin rnikla ást, er hann nú bar í
brjósti?).
„Þér vitið nafn mitt,“ sagði Irene. Hann
liélt stöðugt í hönd hennar.
„Ég heiti John Hauch. Nafnið er í síma-
skránni, en ekki bláu bókinni. Ég hef aug-
lýsingafirma. ...“
14
SKEMMTISOGUR