Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 17

Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 17
„Já, það er mér vel kunnugt um," sagði Irene. „Hugsa sér, þér hafið heyrt mín getið? Og svo hittumst við fyrst nú, já, já, við get- um sjálfsagt unnið upp, það sem við höf- um farið á mis, ef við tökum okkur til og notum tímann vel.“ „Mér finnst, í sannleika sagt, þér nota tímann mjög vel,“ sagði Irene brosandi. „Þér eigið við, að ég hafi þegar beðið yðar?“ „Beðið," endurtók Irene, „átti að skilja spádóminn sem bónorð?" „Já, því þá ekki að viðurkenna það.“ Hann leit á hana djúpum, alvarlegum aug- um og spurði: „Hverju svarið þér?“ „Ég svara ekki neinu," sagði Irene. „Ég er ekki eins fljót að taka ákvarðanir og þér virðist vera.“ Útvarpsgrammófónninn spilaði dillandi vals. John hneigði sig, og brátt dönsuðu þau innan um hitt fólkið. „Hversu lengi þarf ég að bíða?" spurði hann. „Bíða eftir hverju?" „Svarinu við bónorði mínu." „Þér getið hringt til mín, nafnið mitt er einnig í símaskránni." Irene var hissa á sjálfri sér, hún hegðaði sér allt öðruvísi en hún var vön. Hún var ringluð og utan við sig ... og hamingjusöm. „Ég hringi á morgun," sagði hann og þrýsti henni fast að sér. NÚ, SVO HANN hefur þá loks ánetjazt, sögðu vinir hans hlæjandi, þegar þeir fréttu trúlofunina. En um það vissi Irene ekkert, hún heyrði aðeins hamingjusöm hjartaslög sjálfrar sín. Hann vildi ekki að Irene héldi áfram starfi sínu, og hún brosti til hans og sagði upp stöðu sinni. Dag einn heimsótti hún Sonju til að segja henni það. „Æ, aumingja þú,“ sagði Sonja og kveikti sér í sígarettu. „Hvað áttu við?“ „Nei, þú skilur það auðvitað ekki, en reyndu að komast niður á jörðina aftur." „Já, en Sonja, John vill ekki, að ég vinni utan heimilisins." „Má vera, en sá dagur kemur, þegar þú þarft á starfinu að halda aftur." Irene brosti. Hvernig átti Sonja að skilja þetta. Hún vissi ekki, hversu heitt John elskaði hana. Henni varð hugsað til kvölds- ins áður, þegar næstum hafði verið ógern- ingur að fá hann til að fara — hún titraði af hamingju við minninguna um ákafa hans og blíðu. Hún og John byrjuðu lijúskapinn í íbúð inni í borginni, en áður en fyrsta barnið fæddist, fluttu þau í villu fyrir utan borg- ina. Það urðu erfiðir tímar fyrir Irenu. Hún hafði haldið, að hið stöðuga, innilega augnaráð, sem hann hafði litið hana, er þau hittust í fyrsta sinn, væri fyrir hana eina. En brátt uppgötvaði hún, að þannig horfði hann á allar konur, sem hverfulu hjarta hans féllu í geð, og hinn blíðlega málróm, sem hún hafði líka haldið, að að- eins væri fyrir hana, gat sérhver kvenmaður, sem hann hreifst af, laðað fram. „John,“ sagði hún dag einn, „fólk álítur að þú sért ástfanginn af Lindu, vegna þess hvernig þú lítur á hana." „Ég er ekki ástfanginn af henni," svaraði hann. Og það var hann ekki heldur. Hann hafði fundið til lítilsháttar veikleika gagn- vart henni, en það leið strax frá, og á sín- um góðu stundum óskaði hann innilega, að það kæmi ekki fyrir hann afttrr. Svo leið nokkur tími, að ekkert gerðist, en svo kom Minna til sögunnar. Hann hafði boðið henni til kvöldverðar, og það var kvöl fyrir Irene að hlusta á hann tala við hana í slíkum tón og sjá hann horfa á hana slíkum ástleitnisaugum. SKEMMTISÖGUR 15

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.