Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 20

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 20
bannsetta kvennatöfrara hegða sér svona? Lily er aðeins átján ára.“ Hann sat andspænis henni, ungur, ein- lægur, sterkur og einbeittur. Hún gat ekki logið að honum eða látizt. Henni fannst hún allt í einu svo undarlega ung. „Hvað viljið þér að ég geri?“ sagði hún. „Haldið þér ekki, að ég hafi reynt allt?“ „Nei, þér sátuð bara um kvöldið og gáf- uð honum hornauga. Þér voruð svo örugg, svo dugleg, ekki satt? En þér megið ekki gleyma því, að þér hafið gifzt honum. Hann er verkefni yðar í lífinu. Afsakið, að ég skuli segja þetta svona blátt áfram, ég kenndi í brjósti um hann. Hann á ekkert heimili — ekki raunverulegt heimili. Þér hefðuð ekki átt að gefa honum lausan tauminn gagnvart Lily." „Eruð þér nú ekki nokkuð óvæginn við mig?“ „Ef til vill — ég veil það ekki. En það er óneitanlega skylda yðar að halda aftur af honum. Hann eyðileggur bæði hamingju yðar og mína ef þér komið ekki í veg fyrir það. Sáuð þér hvernig hann starði stöðugt á hana?“ „Þannig horfir hann á allar," sagði Irene skjálfrödduð." „Já, þannig er hann,“ sagði ungi maður- inn með áherzlu, „sumir menn eru svona — verið þér sælar." „Ég ætla að reyna að gera eins og þér segið." Irene vakti og beið eftir John. Hann kom klukkan tólf. Jafnskjótt og hún sá flóttalegt augnatillit hans og heyrði uppgerðarglað- værðina í „gott kvöld", vissi hún, að hann hafði verið úti á galeiðunni. „John,“ sagði hún hvassmælt, „hvar hef- urðu verið?" „Jú, sjáðu til, ég rakst á Lily Berg---- Irene," sagði hann og horfði biðjandi á hana. „Ég hef sætt mig við mikið, John, en nú hef ég tekið ákvörðun, ég ætla ekki að sætta mig við meira ------ég banna þér að halda þessu áfram." Hún fann hversu heitt hún elskaði hann ennþá. Sú ákvörðun, sem hún hafði tekið, kvaldi hana, því að hann var henni allt í öllu. „Skilurðu það, John, ég ætla ekki að sætta mig við það. Þú lætur ungu stúlkuna vera, annars krefst ég skilnaðar tafarlaust — og ég lilífi þér ekki, hvorki þér eða öllu því kvenfólki, sem þú hefur átt vingott við. Ég sver, að ég geri þetta, án þess að taka nokkurt tillit til barnanna." Hann gekk til hennar, tók um hendur hennar og augu hans voru einlæg — í fyrsta sinn í mörg ár — einlæg. „Irene — þykir þér vænt um mig ennþá? Segðu, að þér þyki það.“ Grátur braust um í hálsi hennar, hún kvaldist í hjarta sínu, en hún bældi hann niður. „Já, sagði hún einbeitt, en þú verður að velja nú. í þetta sinn er það alvara, ég get ekki meira!" Hann tók hana í faðm sinn og hvíslaði: „Slepptu mér aldrei, Irene. Ég á ekki skil- ið ást þína, en ég get ekki lifað án hennar, ekki án heimilisins, þín og barnanna. Ég hef gefið svo mörg loforð og brotið þau, en nú skulum við byrja nýja árið saman, gleyma því liðna og horfa fram til ókomna tímans, þar sem ástin mun fleyta okkur yfir alla erfiðleika." Hann kyssti hana blíðlega, og hún endur- galt kossa hans. Irene sagði ekkert, en hún fann í fyrsta skipti, að hann sagði satt, og að bak við orð hans var sterkur vilji til að verða betri maður. Hún skildi, að það var skylda henn- ar að styðja hann og leiðbeina honum — já, ef nauðsyn krefði, refsa honum — það var verkefni hennar. ENDIR 18 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.