Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 25

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 25
Opnið smekklásinn svo að ég geti komizt inn, og flýtið yður svo í rúmið.“ Inflúenzan herjaði á Kay í fjóra daga, og Trilby hjúkraði henni af eins mikilli alúð og nokkur hjúkrunarkona hefði gert. Á fimmta degi var lykli stungið í útidyra- hurðina, og Kay hrópaði: „Þetta er Bill.“ „Halló — Kay,“ hrópaði hann. Hann gekk hratt inn í stofuna og stanzaði, þegar hann kom auga á Trilby. í gegnum opnar svefnherbergisdyrnar sá Kay þau. Öldung- is rólega sagði Trilby: „Góðan dag, Bill. Má ég útskýra þetta allt saman fyrir þér...“ Bill sagði: „Guð í himninum. Ég hlýt að hafa gengið inn í öfugt ártal. Átti ég ekki aðra konu hér einhvers staðar?“ „Hún liggur,“ sagði Trilby. „Hún er skárri núna, en hún er búin að vera tölu- vert veik. Inflúenza." Kay brosti ánægjulega, þegar hún sá and- litssvip eiginmanns síns. „Bill," kallaði Kay. „Billl" Hann flýtti sér inn til hennar, tók utan um hana og leit áhyggjufullur á hana. „Hvernig líður þér? Hvað hefurðu lengi verið veik? Af hverju sendurðu mér ekki símskeyti? „O, það er ekkert," svaraði Kay. „Nú er það liðið hjá. En þú getur spurt Trilby. Hún hefur verið dæmalaus." Bill hrukkaði ennið. „Mér verður dálít- ið undarlega við þetta allt saman," tautaði hann, en þagnaði, þegar Trilby birtist í dyrunum. „Ég er að fara, Kay,“ sagði hún. „Ég lít upp til þín seinna." „Hvaðan ber hana að?" spurði Bill. „Ég hélt að ég væri farinn að sjá sýnir, þegar ég kom inn í stofuna." „Hún hefur verið svo vingjarnleg við mig,“ sagði Kay. „Hún hefur annazt mig „Já, einmitt," sagði Bill. „En hvernig hefur hún komizt hingað?" „Hún á heima hérna í næsta húsi.“ „Almáttugur minn,“ sagði Bill. „Þá flytj- um við!“ „Hlustaðu nú. á mig, Bill," sagði Kay í ásökunartón. „Þú ættir fremur að vera henni þakklátur. Hún hefur annazt mig og hjúkrað á hverjum einasta degi. Mér fellur ákaflega vel við hana, og ég ímynda mér að það sé gagnkvæmt." Trilby kom aftur seinna um eftirmiðdag- inn og eldaði kvöldmatinn. Trilby var ekki með öllu ókunnug í eldhúsinu. Bill leit til hennar og strauk sér um hárið. „Mér er innanbrjósts eins ogfjölkvænismanni," taut- aði hann við Kay. „Þú átt að vera vingjarnlegur við hana,“ sagði Kay. Það var engum vafa bundið, að Trilby hafði tekið miklu ástfóstri við Kay. Það leið ekki sá dagur, að hún liti ekki inn eða hringdi upp. „Á hún enga kunningja?" þrumaði Bill, og Kay hristi höfuðið. Sunnu- dagarnir, sem voru þeir einu dagar, er Kay og Bill höfðu getað verið ein út af fyrir sig, urðu alveg ósjálfrátt Trilby-dagar. Hún kom til hádegisverðar og hafði alltaf eitt eða annað með handa Kay, eða réttara sagt barninu, sem Kay vænti eftir hálft ár eða þar um bil, og allan eftirmiðdaginn sátu frúrnar Emerson og saumuðu og klipptu. Trilby var sérstaklega vel til slíkra hluta fallin. „Heimilið líkist bráðum saumastofu," hrópaði Bill upp yfir sig, sunnudag einn, og um leið kastaði hann frá sér dagblaðinu, sem hann hafði verið að lesa. „Nálar og tvinni, tuskur og treflar, út um allt. Ég fer út.“ Hann góndi á báðar frúrn- ar, sem báðar báru eftirnafn hans, rauk af stað og skellti hurðinni á eftir sér. „Hvers vegna giftir þú þig ekki, væna mín?“ sagði hann eitt sinn við Trilby. Á- herzla hans á orðunum „væna mín“, var svo dónaleg að það fór hrollur um Kay. „Það gerði ég reyndar einu sinni," svar- SKEMMTISÖGUR 23

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.