Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 33

Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 33
Það gerðist í svefni Smásaga eftir G. ROBBINS. HEFURÐU HEYRT söguna um mann- inn, sem dreymdi um frönsku stjórnarbylt- inguna? Það var dálítil gildra í sögunni, og það er ekki víst að þú komir auga á hana, enda þótt hún blasi við. Sagan er svona: Við guðsþjónustu sofn- aði roskinn maður, er hann lá á hnjánum og laut höfði við bænagerðina. Hann dreymdi, að hann væri eitt af fórnarlömb- um fallaxarinnar, að hann lægi með höfuð- ið á höggstokknum, og að exin gæti fallið þá og þegar. Einmitt í sömu andrá uppgötv- aði kona hans, er kraup við hlið hans, hvers kyns var, og sló hann með sálmabók- inni. Höggið kom á háls honum um leið og öxin féll — og hann hné niður í kirkjugólf- ið — dauður af sjálfsefjun. ... Það ósenni- lega í sögunni liggur í augum uppi. Úr því maðurinn vaknaði aldrei, getur hann ekki hafa sagt drauminn. Það er augljóst mál, er ekki svo? Ástæðan til þess, að ég segi þessa skrítlu, er sú, að hún er viðeigandi inngangur að atviki, sem ég lifði sjálfur og ætla að segja frá — atviki, sem er í sambandi við draum og felur ef til vill einnig í sér gildru. Ég kom heim í piparsveinaíbúð mína klukkan átta, og þar eð regnið barði í rúð- urnar, ákvað ég að eyða kvöldinu heima með bók og vindil. Ég leitaði í bókahill- unni og fann „Dr. Jekyll og mr. Hyde“ og hugsaði með mér, að það gæti verið gaman að lesa þessa óhugnanlegu bók í annað sinn. Hann sló mig [ andlitið, og ég varð ofsareiður. <S>--------------------------------------------------<«> Þegar menn vakna af óhugnanlegum draumi, verða þeir venjulega guðsfegnir, en Gilkes varð hinsvegar dauðskelkaður. 4>--------------------------------------------------- SKEMMTISÖGUR 31

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.