Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 34

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 34
Og þegar henni var lokið var kominn hátta- tími. Ég sofnaði þegar og mig tók að dreyma. í draumnum, sem var afar glöggur og eðlilegur, fór ég á fætur, þó hánótt væri, kveikti tjósið, klæddi mig og fór út. Það var hætt að rigna og tunglið skein. Mér fannst klukkan vera um þrjú. Ég hafði ekki gengið mörg skref, er ég sá drukkinn mann koma á móti mér — annars var gatan auð. Allt í einu kom hann fast að mér. Hann stóð beint fyrir framan mig, slagandi og tautaði blótsyrði. Þetta var stór, þreklegur rnaður í verkafötum, sem voru gegnblaut af regni. Ég reyndi að komast undan með því að halda mér upp að húsveggnum, en hann elti mig, og svo barði hann mig skyndilega í andlitið. .. . í draumnum varð ég óður. Ég hafði veiði- hníf í regnkápuvasa mínum. Allt í einu hélt ég á honum í hendinni og stakk, einu sinni, tvisvar, þrisvar. Mótstöðumaður minn hné niður, án þess að gefa frá sér hljóð. .. . Ég leit í kringum mig. Enginn maður var nálægur. Svo flýtti ég mér heim. í draumn- um háttaði ég, fór upp í rúmið og lá þar nötrandi af skelfingu. Ég slökkti ekki Ijósið, þorði það blátt áfram ekki. Hingað var ég kominn í þessari óhugnanlegu martröð, þegar þjónninn minn vakti mig um morg- uninn og færði mér te og dagblað. Hann var mér mjög kærkominn, því að hann kom mér aftur til vitundar um raun- veruleikann. Mig hefur dreymt, hugsaði ég, meðan ég drakk teið. Ég leit ekki í blað- ið en hallaði mér aftur út af og hugsaði um drauminn, sem ekki vildi víkja úr huga mínum. Og svo sá ég, að ljósið logaði. En ég vissi fyrir víst, að ég hafði slökkt áður en ég sofnaði um kvöldið. Þetta var kynlegt. Mér varð aftur órótt. í draumnum hafði ég látið Ijósið loga. En hvað mikið var draumur, og hvað mik- ið veruleiki? ... Ég hlýt að hafa sofnað aftur, því að allt í einu stóð Somers, þjónninn minn, við rúmstokkinn með morgunverðinn. Ég opn- aði augun gætilega. Ljósið logaði, hann virtist ekki hafa tekið eftir því. En honum lá auðsjáanlega eitthvað annað á hjarta. „Það liefur verið framið morð,“ sagði hann, hérna rétt á götuhorninu. Þeir fundu verkamann, stunginn með hnífi ... í húsa- sundi. Hann fannst í rnorgun." Somers var æstur. „Það verður áreiðanlega í hádegis- blöðunum," bætti hann við. „Morð!“ sagði ég og breiddi úr blaðinu, svo hann sæi ekki framan í mig. „Nú, jæja, það er ekki einsdæmi. ...“ Jafnskjótt og Somers var farinn, fór ég fram úr til að slökkva ljósið. Ég leit inn í klæðaskápinn og tók út fötin, sem ég hafði verið í um kvöldið. Þau voru ötuð blóði að frarnan. Mér fannst hjarta mitt hætta að slá. Draumurinn, það var enginn draumur, það var raunveruleiki, hræðilegur raunveru- leiki. Ég hafði stungið manninn til dauðs, en ekki með vitund og vilja. En myndu dómararnir trúa hinni furðu- legu sögu minni? Tæplega. Ég tók ákvörð- un, ég varð að fela sönnunargögnin. Ég tók í flýti handtösku út úr skápnum og tróð fötunum niður í hana. Svo hringdi ég á þjóninn. „Ég fer í ferðalag," sagði ég, „aðeins fáeina daga. Ég finn, að ég er að kvefast, og þá er gott að vera í hreinu lofti." Mér datt nokkuð í hug, og ég flýtti mér fram í forstofuna eftir regnkápunni. Ég var feginn myrkrinu þar frammi, því regnkáp- an var einnig blóðug. Ég stakk hendinni í vasann — veiðihnífurinn var þar ekki. Það var þó heppni í óheppni. Ég varpaði öndinni léttar. Ég hafði keypt hann hjá járnvörukaupmanni í Birmingham. Það var nokkuð dýr hnífur, og ég hafði naumast notað liann áður. Somers hafði ekki séð hann, og enginn af veiðifélögum mínum... SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.