Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 37

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 37
STÓRU AUGUN GOTT að vera kominn hingað aftur og afgreiða smurt brauð og allskonar drykki til unga fólksins, sem þýtur frá einu leik- húsi til annars á Broadway í von um að komast aftur á leiksvið. Flest er með sama sniði sem fyrir stríð. T. d. geta komið inn hnuggin stúlkubörn, og ég get bent þeim á, að vert sé að reyna að komast að í nýju óperettunni, sem Georg Allen er að setja á svið, ef þær einungis flétti hárið eins og rottuhala og segi hon- um, að þær hafi hlaupizt úr skóla til þess að gerast leikkonur. Já, ég kynnist lífi ekki svo fárra góðra stúlkna á þennan hátt. En svo nær það held- ur ekki lengra. Hjarta er einungis til trafala í þessari atvinnugrein, og stúlkubörnin, sem vilja komast áfram í heiminum, skilja það venjulega eftir heima. Jæja, síðdegi eitt, þegar ég er önnum kaf- inn við að dreifa köldum smáskömmtum meðal gesta, sem misst hafa af miðdegis- verðinum, kemur lítil ungfrú, með þau stærstu, brúnu augu, sem ég héf nokkru sinni séð, og sezt á eina auða stólinn, lítur hvorki til hægri né vinstri, en sökkvir sér niður í Hafmáfinn eftir Tsjekov. Bersýni- lega kvenmaður, sem hugsaði hátt. „Hvað á það að heita, ungfrú IIepburn?“ spyr ég hana um leið og ég þýt framhjá. „Appelsínusafi — ekki með ís.“ Nei, ís þarf hún sannarlega ekki. Það var SKEMMTISÖGUR 35

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.