Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 39

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 39
Ég beygði mig niður og rétti snöggt úr mér aftur. „Hérna er hann,“ sagði ég og rétti henni tuttugu dollara seðil — minn eigin seðil. „Þér hafið misst hann úr töskunni." Hún leit á mig eins og hún tryði vart sín- um eigin augum. Svo greip hún scðilinn, stakk regnhlifinni undir höndina og fór. Eftir urn það tvær vikur, um áttaleytið, birtist Tim Meakins í allri sinni dýrð. „Hvernig gengur með nýja leikritið?" spurði ég. „Bærilega! Og þessi stúlka, sem þér send- uð okkur, Linda, hún er í marga staði ágæt. Elér er aðgöngumiði að sýningunni, félagi. Fáðu frí í nokkra tíma og komdu og sjáðu hvernig stelpan stendur sig.“ Stúlkan með stóru augun kom ekki fram í fyrsta jrætti En svo birtist hún allt í einu á leiksviðinu og hafði áhorfendurna þegar í vasa sínum. „Hvað heitir hún? Hvaðan er þessi Linda Fair eiginlega?" heyrði ég fólk spyrja í hlé- inu. Og Jules Mann sagði við Darling: „Segið litlu, nýju stúlkunni, að hún skuli koma heim til mín á eftir, Fred. Ég held veizlu í tilefni dagsins." Ekki „biðjið“, heldur „segið!" Já, Mann er mikill höfðingi, sá slordóni. Ég flýtti mér aftur í veitingahúsið til að búa allt undir komu gestanna eftir leiksýn- ingarnar. Það byrjaði að rigna, og áður en leikritið var á enda, var komin hellidemba. Pípuhattar og síðkjólar, sem ekki höfðu bíla, komu hundruðum saman í veitinga- stofuna til að sitja af sér skúrinn. Það varð mikið að gera við afgreiðsluna, og fólk tal- aði ekki um annað en Lindu Fair. Ég jrreif bakka þakinn appelsínuglösum og fór fram á milli borðanna. „Appelsínusafa — ekki með ís.“ Þarna stóð hún með sín stóru augu og þunnu regnkápu og lagði broslega litlu regnhlífina sína á borðið. Hvað var hún að gera hér? Bíða þangað til bílstjóri Manns sækti hana, sennilega. „Fólki geðjast að mér, Whitey." „Já, ég gat séð það.“ „Nei, var það. Voruð Joér í leikhúsinu? Hvað finnst yður sjálfum. Var þetta nógu mikill sigur til Jress að við tvö getum farið eitthvað til að fagna honum?“ „Við?“ Ég bjó mig undir framhaldið af gamninu. Hún skopaðist auðsjáanlega að mér. En hún kinkaði kolli, Ijómandi af ham- ingju. „Getið þér ekki fengið frí og boðið mér eitthvert út?“ „Og hvað um Jules Mann?“ „Whitey! Á ég að knékrjúpa yður, eða hvað?“ Ég rak höfuðið í, þegar ég beygði mig undir afgreiðsluborðið til þess að sækja jakkann rninn inn fyrir. Þegar við komurn út í rigninguna, og hún rétti mér hlægilega litlu regnhlífina sína, mundi ég allt í einu, að ég var blankur. „Nei,“ sagði ég vandræðalega, „ég hef enga peninga. Við getum ekkert farið.“ „Jú, víst hafið þér peninga, Wliitey," full- yrti hún og rétti mér tuttugu dollara seðil. Svo hélt hún hratt áfram: „Þetta er í fyrsta sinn að það rignir, síðan daginn sem ég fór til Pittsburg. Ég stóð einmitt og ætlaði í veizluna hjá Mann. ..Hún þagnaði og leit biðjandi á mig. Nú, af vorkunnsemi við mig skyldi hún ekki neita sér um þá ánægju. „Hvers vegna fóruð þér ekki Jrangað?" spurði ég. „Þegar ég spennti upp regnhlífina mína úti fyrir leikhúsinu, datt seðillinn úr henni, og svo ... já, þá fannst mér, að ég vildi miklu heldur fara út með yður.“ Hún stanzaði og horfði á mig sínum stóru augurn. Og svo mikið get ég fullyrt, að þarna hafði ég loks fundið stúlku, sem ekki hafði skilið hjartað eftir heima. ENDIR SKEMMTISÖGUR 37

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.