Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 41

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 41
gangi að biðja um hönd hinnar dæmalausu heimasætu. Seint og um síðir útvaldi faðir hennar hlutgengan, ungan mann, Hassan-Ali, sem vafalaust mátti telja eitthvert glæsilegasta ungmennið er byggt hefur þessa jörð. Hann var hávaxinn og axlabreiður. Háls hans var eins og marmarasúla og brjóst hans eins og hin silfraða hvelfing El-Godvadsj-musteris. Hann var svo kænn og slunginn, að jafn- vel þjófurinn Abu-Kir, sem annars gat stol- ið augunum úr næstum hverjum sem var, án þess að viðkomandi tæki eftir því, hafði ástæðu til þess að öfunda hann, og þégar Hassan-Ali skaut ör af boga sínum, urðu menn þeir, er sækja áttu örina, að hafa með sér matföng til þriggja daga. Þar að auki var hann alltaf í góðu skapi, og glað- lyndi hans var foreldrum hans til mikillar ánægju. Þannig var sá ungi maður, er Dsjali-Abad hafði valið til handa dóttur sinni. Og við skegg spámannsins — lofað og blessað sé nafn hans! — hann hafði valið rétt! Brúðkaupið var haldið með mikilli við- höfn, og ungu hjónin búsettu sig í húsi, sem var klætt marmara að innan og lagt gólf- teppum úr dýrindis páfugláfjöðrum. Fyrstu vikurnar lifðu ungu hjónin svo liamingjusömu lífi saman, að Dsjali-Abad gamli lét lita skegg sitt rautt og dreifði full- um poka af silfurpeningum út á meðal fá- tækra. Níu mánuðum eftir brúðkaupið fæddi hin fagra Aju-Yk rnanni sínum son, og á hverju ári þar á eftir ól hún honum annað hvort syni eða dætur — og í sérstökum góð- ærum meira að segja tvíbura. Fyrirtæki Hassan-Ali gengu öll eindæma vel. Skip hans komu heil á höldnu til hafn- ar og auður hans tvöfaldaðist alltaf frá ári til árs. En samt sem áður varð svipur hans sífellt skuggalegri og skuggalegri. Hann varð þög- SKEMMTISÖGUR ull og einrænn. Við heilsu hans var ekkert að athuga, svo ekki gat verið um annað að ræða, en drungalegar hugsanir, sem þjáðu hann á sál og líkama. Og einn góðan veðurdag hvarf Hassan- Ali frá heimili sínu. Hans var leitað víðs- vegar af miklum ákafa, og loksins, að tveim vikum liðnum frá hvarfi hans, fann gamall förumunkur hann og flutti heim. í sjö daga ráfaði Hassan-Ali um heima hjá sér, án þess að mæla orð af vörum. Því næst lagðist hann í rúmið og dó, eins og rós sem visnar og fölnar. Og Allah kallaði Hassan-Ali fram fyrir hásæti sínu og spurði hann rnjög svo hvass- lega: „Nú, hvað hefur þú svo einkum hugsað þér að liafa fyrir stafni í Paradís?“ „Ó, þú himneska ljós allra rétttrúaðra, þú einasti og almáttugi Allah, þú sem rík- ir yfir öllu. ...“ „Vertu stuttorður!" greip Allah óþolin- móður fram í fyrir honum. „Ég vil njóta aðgerðarleysisins." „Svo, nú-já, það er þá svo að skilja, að þú viljir íhuga eitt eða annað? Hvað ætlar þú að hugleiða?" „Ó, þú sem gefur öllum lífverum heims- ins líf, þú sem hefur skapað himin og jörð, sól og tungl. ...“ „Kallaðu mig bara Allah, annars ljúkum við samtalinu aldrei!" „Ó, Allah! Ég vil leitast við að hugsa ekki um neitt." „Þú vanþakkláti! Þér bæri fyrst og fremst að hugsa með þakklæti til gamla föru- munksins." „Hvers vegna, ó, Allah?" „Þú flón! Heldurðu að þú getir blekkt mig? Heldurðu að ég viti ekki, að þú hafð- ir þegar brugðið snörunni um hálsinn á þér, þegar gamli förumunkurinn skax þig niður? Hvers vegna hafðir þú brugðið snör- unni um háls þér?“ 39

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.