Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 3

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 3
oyi> Ritnefnd: Hjálmar Vilhjálmsson Jón Sigfússon Þórarinn Sveinsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnlaugur Jónasson Mánaðarrit Fjóröungsþings Austfiröinga PRENTSMIÐJA AUSTURLANDS H/p I. ár Júlí 1947 1. tbl. SIG. ARNGRÍMSSON: AUSTURLAND Gloðinnar strengi gulli spunna hrœrum. Guðs-dýrðar roði skín ó tindum mœrum. Mœtust til minninga' og ljóða er móðirin góða. Litinn og tóninn, ljóð og mólsins snilli liíandi', hún gaf oss vöggudúra milli. En til að skilja' og sjá þess sönnu mynd, sérhver má bergja' af náttúrunnar lind. Helgar þar guðveigar glóa. Hlustaðu með mér — heyrðu vorsins óma! — Hásumargeislar yfir dalnum Ijóma. —• Heyrirðu blómin um bala sín blíðmálin hjala? Heyrirðu þrÖst í laufgu kjarri kvaka, kliðmjúka lind i aftanblœnum vaka? í>ar eru flutt þin einlœgst ástamál, alls, sem að lifir þér í hjarta og sál. Þar eru sólarljóð sungin. Heyrirðu brimsog hátt í skorum skella, skapþungar öldur geyst á byrðing svella? Heyrirðu stormgný á stöllum, svo stynur í fjöllum? Heyrirðu fossinn þruma' í gljúfium gráum, gnötur-dyn þjóta' í stuðlabjörgum háum? Þaðan þú grœddir táp og taugaþrótt, tungunnar magn — og sálarþreksins gnótt. Þar eru kraftalög kveðin. Lcerðum við ung að leika' á huldu-strengi lífsins, á þessu kœra fósturvengi. Heyrðum við blómin um bala sín bliðmálin hjala. Ennþá er vorið œskubjart að yngjast, átthagaljóðin jafnan enn að syngjast. Austurland! BÖm þin eigi frama spor! Austurland blessi’ og ljómi sólarvor! Sumar i sveitum og fjörðum. i. ANuSBÓKASAFN Jíl ÍG87S2 XStA DS I 1

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.