Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 25

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 25
Menn skyldu ennfremur gera sér ljóst að verð á erlendum gjaldeyri, hér á landi, er hinum færeysku verkamönnum svo hagstætt, að fyrir þá krónutölu, sem þeir fá yfirfærða og breytt í danskar krónur, geta þeir heima hjá sér keypt a. m. k. helmingi meira af nauðsynja- vörum, en íslenzkir verkamenn geta keypt hér heima. Þetta þýðir raunveru- lega það, að íslenzka þjóðarbúið greiðir færeyskum verkamönnum, sem t. d. vinna við byggingar í Reykjavík, stór- um hærra kaup en greitt er íslenzkum verkamönnum, sem vinna sömu vinnu, því kaup verkamannsins er engan veg- in fólgið í þeirri krónutölu sem hann fær greidda, heldur er hið raunverulega kaup hans það magn lífsnauðsynja, sem hann getur keypt fyrir þá krónutölu sem hann vinnur sér inn. Og miðað við þetta, sem er auðvitað hið eina rétta, sézt að kaup þessara erlendu verka- manna er stórum hærra en hinna inn- lendu, a. m. k. sá hluti þess, sem breytt er í danskan gjaldeyri með aðstoð bank- anna. Hvers vegna líða íslenzkir verk- lýðsleiðtogar þetta? Það hefir víst ein- hvern tíma þotið í nösum þeirra út af minnu tilefni. Að öllu þessu athuguðu virðist það næstum óskiljanlegt, að þótt hafi rétt- mætt að grípa til þessara harkalegu að- gerða og skera svona umsvifalaust á líftaugar þessa margáminnsta samstatfs Austfirðinga og Færeyinga. Auðvitað ætlast enginn til þess að hinni ráðandi stefnu í fiskveiðamál- um sé breytt aðeins vegna hagsmuna tveggja útgerðarmanna á Austfjörðum. Hins vegar sýnist manni að það hefði verið útlátalaust að tilkynna með a. m. k. sex mánaða fyrirvara, að undanþága yrði ekki oftar veitt. G. J. Uöfnin og hdfnargaröur á Borgarfirði. Fleiri myndir þaðan koma í 3. hefti, 4-sam.t frásögn af fram- kvœmdum þar. 23

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.