Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 28
staðnum. Hann átti að setja upp tækið,
þegar heim kæmi og sjá um að allt yrði
í lagi. Hann Jón ætlaði svo sem ekki að
hafa neitt hálf-verk á þessu, úr því hann
anaði út í þessa vitleysu á annað borð,
o, svei þvi.
Kaupstaðarbúinn átti líka annað er-
indi að Heiði. Hann átti sem sé að sækja
Skjöldu. Jón hafði selt hana í ferðinni
og lét andvirðið fyrir útvarpstækið, og
stóðst það á endum, ekki eyrir afgangs.
„Jæja, skrattinn hafi það . . . það er
ekki öll vitleysan eins“ . . . Jón skyrpti
hraustlega, eins og til þess að leggja
frekari áherzlu á það, sem hann var að
hugsa um. „Hver skyldi nú hafa trúað
því, að hann Jón á Heiði, færi að fleygja
frá sér heilu kýrverði fyrir svona „appa-
rat“. Já, það var svo sem engin vafi á
því, að heimurinn var að ganga af göfl-
unum. Þetta er byrjunin . . og hvað
kemur svo næst.
Lestin þokaðist áfram og kom að
Heiði nokkru fyrir náttmál. Kaupstað-
arbúinn tók þegar til óspilltra málanna
að koma fyrir tækinu. Því var auðvit-
að valinn staður í stofukytrunni eftir
fyrirmælum Herdísar. Borað var gat í
gluggakarminn fyrir loftlínuna, og gam-
alt kláruskaft neglt á skemmuburstina,
og þá var loftnetið í lagi. Þá var aðeins
eftir að tengja geymana við tækið, því
ekki var rafmagnið á Heiði, ekki alveg
kannske. . . Svo loksins rann upp hin
stóra stund. I einni svipan fylltist litla
stofan á Heiði af voldugum hljómum úr
verkum hinna miklu meistara.
Kaupstaðarbúinn athugaði sín verk
með svip kunnáttumannsins. Herdís lét
fallast niður á stól og hlustaði í ljúfri
leiðslu á töfrandi tóna, en Jón stóð úti
við gluggann og horfði upp í kveldhim-
ininn. Við fjallsbrúnina, þar sem sólin
hafði hnígið til viðar fyrir stuttri stundu,
sást grisja í heiðbláan himinn. „Það
verður þurrkur á morgun,“ hugsaði
hann með sér, „það bregst mér ekki,
en hvað skyldu veðurfræðingarnir í
Reykjavík segja um það.“
Hljómlistin þagnaði skyndilega. Þul-
urinn tilkynnti að dagskrá kveldsins
væri lokið. Síðan hljómaði þjóðsöngur-
inn um stofuna, fagur og þróttmikill að
vanda. Gólfið titraði undan hljóðbylgj-
unum, svo varð þögn. Fólkið á Heiði
gekk til náða, en sumarnóttin mild og
björt varpaði léttu húmi yfir láð og lög.
Jón bóndi vaknaði snemma næsta
morgun, eins og hans var vandi. Hann
snaraðist þegar fram úr rúminu og leit
út um gluggann. Sólskin, sunnangola og
heiðskír himinn. — „Já, já,“ hugsaði
Jón, „ekki er útlitið amalegt," . . . Her-
dís mín,“ sagði hann. „Það er kominn
yndælisþurrkur. Þú sérð um að maður-
inn fái að borða áður en hann fer. Ég fer
út í fjós til þess að leggja múlinn við
kusu. Svo lofa ég henni að jeta af arfa-
föngunum hérna hjá fjósinu á meðan.
— Nú má engan tíma missa,“ og hann.
hraðaði sér fram úr baðstofunni.
Herdís settist upp í rúminu, geispaðí
nokkrum sinnum og fór síðan að klæða
sig. „Það dugir víst ekkert slór núna, ef
ég þekki hann Jón minn rétt. Það verð-
ur ekki til setunnar boðið í dag, ef þurrk-
urinn helzt, já, hamingjan gæfi að hann
héldist."
Hún yfirgaf baðstofuna von bráðar
og fór að sinna hinum aðkallandi verk-
um. Fyrst þurftí að vekja manninn og
gefa honum einhverja lífsnæringu. Síð-
an að hreyta dropann úr Skjöldu, — í
síðasta sinn. Og Herdís klökknaði í huga,
þegar hún hugsaði um það. Æi-já, marg-
an dropann var hún búin að mjólka úr
26