Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 7

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 7
sonu og dætur. Við fráfall hans lék því nokkur vafi á, hver sona hans skyldi taka við konungdómi. Eftir nokkurt hark og blóðsúthellingar varð hlutskarpastur Salomon, sonur Davíðs og konu nokk- urrar, sem hann hafði fest sér með svik- samlegum hætti. Salomon konungur var á margan hátt mikilhæfur maður. Hann var skáld, heimspekingur og rithöfund- ur, og hafði eins og sagt er um Snorra, hinar beztu forsagnir á öllu sem gera skyldi. En stjórnmálamaður var hann aðeins í meðallagi — því miður — og því féll sú ógæfa honum í skaut að glata því gullna tækifæri sem forsjónin hafði lagt honum og þjóð hans í hendur. Salomon tók við vel friðuðu og sæmi- lega skipulögðu ríki af Davíð föður sín- um. Ibúar þess voru sumir frjálsir menn, þ. e. þeir sem tilheyrðu hinum 12 ætt- kvíslum, en með þeim hafði þróazt viss tegund af lýðræði og virðingu fyrir rétti einstaklinganna, og undirokaðir menn sem tilheyrðu hinum sigruðu frumbyggj- um, sem átt höfðu heima í landinu áður en ísraelsmenn settust þar að. Það mátti því segja að raunar byggju tvær þjóðir i landinu, sigurvegaramir og hinir sigr- uðu. Hygginn og framsýnn stjórnandi hefði smátt og smátt létt okinu af hinum undirokuðu, gefið þeim vaxandi hlut- deild í frelsi og mannréttindum yfirþjóð- arinnar og þann veg myndað sterkt sjálf- stætt þjóðríki, sem vegna legu sinnar á vegamótum hinna mikilvægustu verzl- unarleiða hefði vel getað náð stórveldis- aðstöðu. Konungsætt Davíðs hefði þá orðið frægasta og voldugasta konungs- ætt í veröldinni. En þetta fór sem kunn- ugt er á annan veg. Salomon konungur tók allt aðra stefnu og eftirmenn hans, konungarnir af ætt Davíðs, urðu aðeins máttlitiir og valdasmáir stjórnarar í þýðingarlausu borgríki. 1 stað þess að efla þjóðríki á þeim grundvelli sem fað- ir hans hafði lagt, tók Salomon sér fyr- ir hendur að byggja sér glæsilega höf- uðborg. Fyrsta verk hans var að reisa drottni musteri og erfði hann að visu þá hugmynd frá föður sínum. Það er lærdómsríkt að lesa um það, hvað ná- granni hans, konungurinn í Týrus, lét sér um munn fara þegar hann fékk bréf frá Salomon konungi þar sem hann skýrir honum frá fyrirætlunum sínum, og biður hinn verzlunarfróða konung, sem verið hafði vinur föður hans, að láta sér í té efni til musteris- gerðarinnar. Hiram konungur gladdist mjög og lofaði guð hástöfum er hann las bréf Salomons, og er sýnilegt að hann hefir kvíðafullur beðið þess, hvað hinn ungi konungur mundi taka sér fyrir hendur. Þarf ekki mikla hugkvæmni til þess að geta sér þess til að hann hafi óttast það, að hinn voldugi nágranni mundi ef til ágirnast hina auðugu verzi- unarborg Týrus. Því fremur mátti hann óttast þetta, er faðir Salomons hafði verið mjög herskár þjóðhöfðingi, og hefði vel mátt ætla, að hinn ungi kon- ungur hyggðist feta þar í fótspor föður síns og jafnvel stíga í því efni feti fram- ar, svo sem framgjarnra ungra manna er siður. Verður af þessu skiljanlegt, hve allshugar feginn Hiram konungur verð- ur er hann les boðskap hins nýja kon- ungs, og ekki mun það hafa spillt á- nægju kaupmanna-konungsins að Salo- mon lætur honum eftir að kveða einn á um verðlag á efnisvörum þeim, sem hann bað hann að láta sér í té til must- erisgerðarinnar. Slíkir viðskiptamenn eru kaupmönnum jafnan velþóknanleg- ir. Það er skemmst frá að segja, að Salomon gerðist svo umsvifamikill í

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.