Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 22
um þeim, sem samninga hafa við ríkis-
verksmiðjurnar, tilhneigingu til að gera.
Hér hefir því aflazt verðmæt reynsla í
nokkrum atriðum, sem óvíst er að feng-
izt hefði nema af því, að um útlend skip
var að ræða, sem urðu að sætta sig við
aðra, og að því er álitið var af flestum,
lakari aðstöðu til löndunar en hin ís-
lenzku skip voru aðnjótandi. Með tilliti
til nauðsynarinnar á því, að afla frekari
reynslu í þessum efnum hefði verið
æskilegt, að leyfa nokkrum færeyskum
skipum að halda áfram veiðum við svip-
uð skilyrði nokkur ár enn, og mun reyn-
ast örðugt að leiða haldgóð rök að því,
að tjón gæti af því hlotizt fyrir íslenzk-
an sjávarútveg. En stjórnarvöldin í
Reykjavík voru á annari skoðun og skal
það nú rakið nokkuð.
Þegar íslendingar slitu sambandinu
við Dani og stofnuðu lýðveldi árið 1944,
féllu réttindi færeyskra sjómanna til
fiskveiða í lándhelgi hér við land niður
lagalega, en voru þó framlengd ár frá ári
með ýmislegum undanþágum. Vegna
þessara undanþága hefir síldveiði fær-
eyskra sjómanna, sem lýst hefir verið
hér á undan, getað haldið áfram undan-
farin ár, síðan sambandsslitin urðu. En
nú sl. vor gerði ríkisstjórnin í Reykja-
vík sér lítið fyrir og synjaði svo að segja
fyrirvaralaust um leyfi handa hinum á-
minnstu færeysku skipum til, að stunda
síldveiðar með sama hætti og viðgeng-
izt hafði undanfarin ár, og leggja upp
aflann á Seyðisfirði. Þessi stjórnarráð-
stöfun hefir nú valdið nokkrum fyrir-
tækjum hér austanlands allmiklu fjár-
og atvinnutjóni. Hér er um að ræða síld-
arverksmiðjuna á Seyðisfirði og útgerð-
arfyrirtækin Þórð Einarsson h.f., Seyð-
isfirði og Eirík Bjarnason Eskifirði, en
þessír útgerðarmenn hafa haft flest
þessara skipa á leigu og lagt þeim til
nætur og báta. Þess er að geta um Eirík
Bjarnason að þau færeysk skip, sem
hann hefir gert út, hafa jafnan lagt upp
síldina til vinnslu í verksmiðju við Húna-
flóa. Einn útgerðarmaður í Vestmanna-
eyjum hefir og haft færeysk skip á
leigu til síldveiða hér við land undanfar-
in ár.
Þessi útgerðarfyrirtæki og stjórn-
endur þeirra verksmiðja sem unn-
ið hafa úr síldinni, töldu sig hafa
gilda ástæðu til að ætla, að undan-
þága yrði veitt fyrir hin færeysku
skip a. m. k. í sumar, og undir-
bjuggu sig því til veiðanna eins og áður,
og munu hafa varið til þessa undirbún-
ings tugum þúsunda króna, til viðgerðar
á nótum og bátum. Síldarverksmiðjan á
Seyðisfirði bjó sig einnig undir það að
taka við síldinni til vinnslu eins og und-
anfarin ár. Meðal annars voru löndunar-
áhöld verksmiðjunnar stórlega endur-
bætt og sett upp olíukynding við eimket-
ilinn, og var varið til þessara endurbóta
mörgum tugum þúsunda króna. Þegar
svo leitað er eftir endanlegu svari stjórn-
arvaldanna í Reykjavík um það, hvort
undanþága verði veitt eða ekki, þæfa
þau málið nokkrar vikur og gefa loks
neikvætt svar. Útgerðarfyrirtæki þau
sem nefnd voru munu hafa reynt að
selja nætur sínar og báta á síðustu
stundu, en það mun að vonum hafa geng-
ið treglega, því flest skip, sem á annað
borð ætluðu á veiðar höfðu þá tryggt
sér veiðarfæri. Sem sárabætur til verk-
smiðjunnar á Seyðisfirði eiga svo ríkis-
verksmiðjurnar, eftir boði ríkisstjórnar-
innar, að tryggja henni síld til vinnslu,
með því að skylda þau skip veiðiflotans,
sem geta tekið upp báta, að sigla með
einn farm til Seyðisfjarðar ef síldin veið-
/
20