Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 15

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 15
• • UM STROND OG DAL Ath-ygli lesenda á Austurlandi skal vakin á því, að undir þessari fyrir- sögn munu hér í blaðinu, í hverju hefi, birtast fréttir af athafnalifi og menningarviðleitni hinna austfirzku byggðarlaga. Lögð verður áherzla á að gera þennan fréttaflutning lifandi með því að birta myndir af því helzta, sem gerist eða er á döfinni. Mun blaðið smátt og srnátt útvega sér fréttaritara í sem flestum byggð- arlögum, sem sendi blaðinu fréttabréf þegar eitthvað það er á döfinni i þeirra byggðarlagi, sem athyglisvert er. SundhöUin P T7\ ' T ' f * IV * a r askruostiroi Undanfarin ár hefir sundhöll verið í Smíðum á Fáskrúðsfirði og var smíði hennar lokið á síðastliðnu vori. Sund- hallarbyggingin er áföst leikifmishúsi, sem einnig er áfast skólahúsinu, og er innangengt á milli húsanna. Sundlaug sundhallarinnar er 12,5X6,5 metrar og er hún flísalögð niðurfyrir vatnsborð. Gangstéttir eru með fram öðr- um langvegg sundlaugarsalsins og fyr- ir öðrum enda laugarinnar. Veggir sund- laugarsalsins eru flísalagðir í 1,20 metra hæð, en búningsherbergi í 1,80 metra hæð. Búningsherbergi eru tvö, fyrir konur og karla og eru 20 fataskápar í hvoru. Inn af hvoru búningsherbergi er baðklefi með 3 sturtum, og að sjálfsögðu eru þar öll nauðsynleg hreinlætistæki. Þá er herbergi fyrir sundkennara, og er í því einnig miðasala. 1 húsinu er rúm fyrir gufubað, en það er enn ekki upp- sett. Sólskýli er við vesturstafn hússins. Sundhöll þessi er hituð með tveim kola- kyntum miðstöðvarkötium og er hitinn í lauginni frá 24°—28° á Celsíus. Sundhöllin er enn óvígð en var þó tekin til notkunar 16. júlí sl. og var þann dag almenningi til sýnis. Voru þá sýndar 13

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.