Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 12

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 12
an mann í landinu til þess, að leggja fram fé sitt og fjör til þess, að reisa hina miklu borg, hallir hennar og skrauthýsi, jafnt sem atvinnu- og menningarstöðvar og íbúðarhús hins ört fjölgandi borgar- lýðs. Þarna eru allir undir sömu sök seldir: Sjómaðurinn sem leggur líf sitt í hættu á sjónum, bóndinn við sláttu- vélina, verkamennirnir á mölinni, iðn- aðarmenn, verzlunarmenn, skrifstofu- menn og opinberir . starfsmenn að ó- gleymdum húsmæðrunum sem ef til vill bera þyngsta okið. Svo að segja allt, sem verður afgangs hinum daglegu þörfum þessa fólks — og það er mikið — gengur rakleiðis til hinnar brjáluðu útþenslu á Seltjarnarnesi. Þessi óbeina kvaðarvinna er því fyllilega sambærileg við þá nauðungarvinnu, sem Salomon konungur lagði á hina undirokuðu ætt- flokka í ríki sínu, og hún er sízt afsak- anlegri, þótt flestir inni hana af hendi án þess þeim sé ljóst hvert afraksturinn af vinnu þeirra gengur, né heldur þótt mörg- um þjóðarleiðtogunum sé heldur ekki ljóst að stjórnarathafnir þeirra leiða til hinnar mestu kúgunar þegnanna. Auð- vitað leggst þessi mikla kvöð einnig á ibúa Reykjavíkur, eins og á þá sem utan hennar búa, en munurinn er samt stór- kostlegur. Því meðan Reykvíkingar sjá sitt byggðarlag vaxa og eflast dag frá degi, líkt og Júdaættkvísl sá ættborg sína eflast á dögum Salomons, verða í- búar flestra annara byggðarlaga, nema þá þeirra sem eru nokkurs konar útibú frá Reykjavík, að horfa upp á kyrrstöðu og hnignun heima fyrir. Og þó er ó- nefnt þungbærasta mótlætið sem byggj- endur hinna dreifðu byggðarlaga verða að þola, vegna þessarar illu framvindu. Það er brottflutningur fólksins. Þessi mikla blóðfórn hinna dreifðu byggðar- laga á altari reykvískra hagsmuna er þungbærust fyrir þá sök, að það er helzt unga fólkið og fólk á bezta aldri, sem flyt- ur burt og sogast inn í hringiðu höfuð- borgarinnar, því það flytur burt með sér framtíðarvonir fólksins sem eftir situr. Hér er alls ekki verið að kasta steini að því fólki, sem yfirgefur æskustöðvar sín- ar og setzt að í Reykjavík. Afstaða þess er mjög skiljanleg. Það sér ekki fram á annað en áframhaldandi kyrrstöðu og jafnvel afturför heima fyrir og það er naumast hægt að ætlast til þess, að það uni á æskustöðvum sínum við slíkt fram- tíðarútlit. Hitt er svo annað mál, að miklu færri en fólk heldur höndla lífs- hamingjuna þó þeir setjist að á Sel- tjarnarnesinu. Sem stendur lítur ekki út fyrir að draumur Jóns Sigurðssonar um far- sælt þjóðríki á íslandi ætli að rætast. fslenska þjóðríkið er hröðum skrefum að breytast í borgríki Reykjavíkur. Þessi þróun getur orðið hættulegri fyrir íslenzku þjóðina heldur en öll sú erlenda yfirdrottnun sem hún varð að þola um margar aldir, og því miður er þessi um- breyting komin svo langt á veg, að marg- ir vantreysta því, að henni verði snúið til betri vegar. Forustumenn þjóðarinnar hafa verið nærri alveg og eru flestir enn alveg blindir á hvert stefnir í þessum efnum. Þeir hafa sofið á verðinum og metið meira að skapa sér aðstöðu til auðs og valda heldur en að tryggja fram- tíð þjóðríkis á fslandi. Ég á hér auðvitað engan vegin eingöngu við hina pólitísku forustumenn, heldur jafnframt einnig forustumenn þjóðarinnar í fjármálum, atvinnumálum og menningarmálum. En þeir eru því miður ekki einir í sökinni. Við sem byggjum hin dreifðu byggðar- lög landsins berum einnig mikla ábyrgð 10

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.