Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 16

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 16
þar helztu sundaðferðir. Eftir það hóf- ust þar sundnámsskeið, fyrst fyrir nem- endur barnaskólans en síðar fyrir al- menning. Sundkennari var þar fyrstu vikurnar Óiafur Ólafsson, leikfimis- kennari, á Seyðisfirði. Aðgangseyrir að sundlauginni er kr. 2,00 fyrir fullorðna og kr. 1,00 fyrir börn. Aðsókn var mikil og voru sundgestir ca. 1750 fyrstu 2 vikurnar og eftir hálfan annan mánuð var tala þeirra orðin átt- föld íbúatala bæjarins, en íbúar eru þar 600. Með sundhöll þessari hafa Fáskrúðs- íirðingar eignast mikið og myndarlegt menningartæki. Framkvœmdir í Neskaupstafi Lengst til mnstri á þessari mynd er vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar h.f., á NorSfirði, en lengst til hœgri er barnaskólinn. Miklar verklegar framkvæmdir eru nú á döfinni í Neskaupstað, eftir því sem gerist hér á Austurlandi. Þar var í fyrra sumar lokið smíði á nýrri bæjarbryggju, ennfremur var þar gerð dráttarbraut sem getur tekið upp allt að 200 smálesta skip. Þá er nú verið að reisa þar 800 hestafla olíuraforkustöð, sem bærinn að sjálfsögðu rekur og tvö fiskiðjuver. Er annað þeirra og hið meira reist af Sam- vinnufélagi útgerðarmanna en hitt af Ishúsfélagi Norðfirðinga. Þá hefir Drátt- arbrautin h.f. þar á staðnum tekið að sér að smíða þrjá 35 smálesta báta fyrir rík- isstjórnina, og er smíði eins þeirra lokið. Þá eru í Neskaupstað fullsmíðaðar níu íbúðir verkamanna. Eru það þrjú hús og þrjár íbúðir í hverju, og auk þessa eru 14

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.