Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 6

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 6
síns og stefndu för sinni til landsins, sem guð hafði heitið ættföðurnum Jakobi, að gefa afkomendum hans. Það land hét í þá daga Kanaansland en heitir nú Pales- tína, og er nú á dögum, og var það líka oft áður, eitt mest umtalaða land á jörð- inni, því enn þann dag í dag er ekki leidd til fullra lykta sú atburðarás, sem hófst þar fyrir þúsundum ára. Þetta merkilega land hefir jafnan verið umtalað og um- deilt og veldur lega þess og afstaða til annara landa og samgönguleiða þar mestu um. Höf og illfærar eyðimerkur valda því, að samgönguleiðir á landi milli þriggja heimsálfa liggja um landið þvert og endilangt. Kaupmannalestir hafa því frá alda öðli lagt leið sina um það. Stórveldi þessa heims hafa því jafn- an haft hina mestu ágirnd á landi þessu vegna þess, að það þeirra sem yfirráð hafði þar, hafði jafnan vænan skerf heimsverzlunarinnar á valdi sínu. Ef þarna hefði einhvern tíma risið á legg öflugt þjóðríki mundi það næstum af sjálfu sér hafa orðið kjarni stórveldis, sem þá hefði að líkindum orðið flestum stórveldum voldugra. En þetta hefir ekki orðið svo. Ef frá er tekið ca. 80 ára tímabil það sem konungarnir Davíð og Salomon ríktu yfir allri Palestínu, þá hefir hún allt frá því er sögur hófust og fram á þennan dag jafnan verið háð einhverju stórveidi, sem annaðhvort hafði þar bein yfirráð, eða gat farið þar sínu fram í trássi við smáríki þau, sem stundum risu þar á legg. Palestína hef- ir því næstum alltaf verið á valdi vold- ugra erlendra ríkja og lotið yfirráðum frá Babylon, Memphis, Róm, Cairo, Bagdad, Constantinopel og London. En einu sinni, fyrir 28 öldum síðan lá þó við borð að öðruvísi færi. Um þær mundir gekk kyrrstöðu og hnignunartímabil yfir stórveldin í Egiptalandi og Mesó- potamiu og við það skapaðist einstætt tækifæri fyrir Israelsþjóðina, sem þá rann sitt blómaskeið miðja vegu á milli þeirra. Slíkt tækifæri fá fáar þjóðir, og varla nema einu sinni á lífsskeiði sínu. Eins og kunnugt er sóttist Israels- mönnum seint förin frá Egiptalandi til Kanaanslands, og er þeir að lokum komu inn í fyrirheitna landið, lá það eng- an vegin laust fyrir, því þar bjuggu fyr- ir fjölmennir ættflokkar, sem tóku allt annað en vinsamlega á móti hinni út- völdu þjóð. Israelsmenn þurftu því að kaupa með blóði sínu land það,sem Jahve haf ði ánaf nað þeim. Smátt og smátt náðu þeir fótfestu í landinu, en í 4 aldir áttu þeir sífellt í höggi við frumbyggja lands- ins og ýmsa nágranna þjóðflokka, og börðust raunar einnig stundum innbyrð- is, hver ættkvíslin við aðra. En að lokum vænkaðist hagur ísraelsmanna, þeir eignuðust mikinn leiðtoga, Davíd að nafni. Hann var búinn miklum herstjórn- arhæfileikum, en stjómmálamaður var hann að vísu ekki að sama skapi. Und- ir forustu hans bmtu Israelsmenn smátt og smátt undir sig alla óvinveitta ætt- flokka í landinu og sigruðust á öllum nágrönnum sínum, og varð veldi Davíðs svo mikið, að nágrannaþjóðunum þótti hyggilegast að eiga við hann og þegna hans einungis vinsamleg skipti. Davíð safnaði miklum auði, 100 þúsund talent- um gulls og milljóntalentumsilfursogsvo miklu af eiri og járni, að ekki varð vegið (I. kroníkubók 22.—14.). Það var stríðs- gróði þeirra tíma. En það kemur ævin- lega einhver og eyðir stríðsgróðanum, og vill það jafnan við brenna um það fé, sem með harðindum er fengið. Davíð var, eins og Snorri Sturluson, mjög gef- inn fyrir kvennaást, og eignaðist marga. 4

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.