Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 13

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 13
á því hvernig komið er með því, að við höfum látið þessa félagsþróun komast svo langt á leið sem raun ber vitni um, án þess að veita henni viðnám. Á elleftu stundu verðum við nú að búast til varn- ar. Það viðnám er byrjað veikt og fálm- andi, en á eftir að vaxa. Ennþá vottum við húsguðum Reykjavíkur landsmála- stefnunum svo nefndu jafnvel meiri holl- ustu en þeim guði, sem við hétum að fylgja á fermingardegi okkar. En traust á honum mun reynast okkur drýgra í þeirri baráttu sem framundan er, heldur en svikult fulltingi reyvískra stjórn- málaflokka. Erfiðasta viðfangsefni þeirra, sem sameina vilja fólkið í hin- um dreifðu byggðarlögum til varnar gegn hinni aðsteðjandi hættu, er ein- mitt þessi áminnsta hollusta þess við hin- ar reykvísku flokkaklíkur. Mjög margt af góðu fólki, sem heima á í hinum dreifðu byggðarlögum landsins, hefir, að vísu afsakanlega, en samt ótímabæra oftrú á gildi þeirra stjórnmálastefna, sem það aðhyllist samfara næstum hundslegri tryggð við þá stjórnmála- flokka sem það fyllir. öllum stjórnmála- flokkum hér á landi er stjórnað af Reyk- víkingum og yfirleitt samkvæmt reyk- vískum sjónarsviðum. Þeir eru ekki góð- ir málssvarar hinna dreifðu byggðar- laga. Mörgum sýnist stjórnmálaflokkar mikilvægir og lái ég þeim það ekki, en mér sýnist hvert lítið kot í sveit, þar sem menn hafa búið frá aldaöðli, stór- um meira virði, því þegar eitt slíkt kot fer í eyði þá visnar grein á hinum ís- lenzka þjóðarmeiði. Og við það fólk sem mætur hefir á stjórnmálastefnum þeim, sem nú eru efst á baugi vil ég segja þetta: Hverju skiptir það fólkið út á landsbyggðinni hvort það er heldur kúg- að samkvæmt meginreglum sósíalismans eða hins svonefnda frjálsa framtaks svo einhverjar stefnur séu nefndar? Mér virðist einfaldlega að hvort sem hlekk- irnir, sem byggjendur hinna dreifðu byggðarlaga, ganga í eru úr guili, silfri, eiri eða járni, þá sé það eitt mikilvægt og sjálfsagt að brjóta þá í sundur. Það er að minnsta kosti sjálfskaparvíti að reyna það ekki. Til þess að fyrirbyggja misskilning verð ég að taka það fram að ég álít marga af forustumönnunum hinna ýmsu stjórnmálaflokka og f jöldasamtaka mik- ilhæfa og virðingarverða menn. En þeir eru því miður í álagaham rangsnúinnar og illkynjaðrar þjóðfélagsþróunar. Þess vegna verður þjóðinni lítið gagn að á- gætum hæfileikum þeirra og mannkost- um. Því heyrandi heyra þeir ekki og sjáandi sjá þeir ekki né skilja. Og versta skilningsleysi þeirra liggur í því að þeim er ekki ljóst, að ofmikill mismunur á lífskjörum byggðarlaga er þjóðinni engu síður hættulegur en mismunur á lífskjör- um stétta. Forustumenn íslenzku þjóð- arinnar þurfa að vakna og opna augun fyrir þeirri hættu sem nú vofir yfir þjóðríkinu innanfrá. Hún er tvíþætt. Annars vegar er hin skefjalausra hags- munabarátta og togstreita á milli at- vinnustéttanna í landinu, og hins vegar hin taumlausa útþensla höfuðborgar- innar á kostnað annara byggðarlaða landsins. Af þessu tvennu er hið síðara stórum hættulegra vegna þess, að á milli stéttanna má þó segja að ríki nokk- urskonar óstöðugt jafnvægi, en á milli byggðarlaganna er naumast nokkru jafnvægi til að dreifa. Þar er taumlaus útþensla Reykjavíkur og nágrennis annars vegar en lamandi kyrrstaða og hnignun velflestra byggðarlaga út á landi hins vegar. 1!

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.