Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 8

Gerpir - 01.07.1947, Blaðsíða 8
byggingaframkvæmdum sínum, að slíks eru fá dæmi. Auk hins mikla musteris sem hann var sjö ár að reisa, byggði hann sér mikla konungshöll, og lauk því verki á 13 árum. En auk þeirra reisti hann fjölda annara stórbygginga. Þeg- ar þess ennfremur er gætt, að Salomon hafði um sig mikla hirð, og gæðingar hans hafa vafalaust einnig reist sér skrautlegar hallir að því ógleymdu, að allur sá skari verkamanna og iðnaðar- manna er starfaðiaðbyggingunum,þurfti einnig þak yfir höfuðið, verður ljóst hve feikilega mikið þjóðin hefir orðið að leggja að sér til þess, að breyta Jerú- salem úr ómerkilegu smáþorpi í svo glæsilega höfuðborg, að hún bar frægð og hróður skapara síns Salomons um víða veröld. — 1 þá daga voru hagkerfi þjóða svo frumstæð að engin leið var, að framkvæma stórfelldar verklegar fram- kvæmdir án þess, að leggja vinnuskyldu á þegnana. Salomon fór því að dæmi annara fornkonunga og lagði vinnu- skyldu á landslýðinn, og gekk svo hart fram í því að undrun sætir. Vinnukvöð þessi kom að sjálfsögðu þyngst niður á hinum sigruðu og undirokuðu ættflokk- um í landinu, og urðu allir verkfærir menn sem tilheyrðu þeim, að inna vinnu- kvöð af hendi, en þeir voru 153 þúsund og sex hundruð að tölu. En þetta nægði ekki og var því einnig lögð vinnukvöð á sjálfa yfirþjóðina, hinar 12 ættkvísliir, og urðu þeir kvaðarmenn 30 þúsund að tölu. — Allur þessi skari 180 þúsund manna starfaði árum og jafnvel ára- tugum saman að stórbyggingum Salo- mons í Jerúsalem. Hann einbeitti öllu starfsþreki þjóðar sinnar að þessu eina marki, að gera Jerúsalem að glæsilegri umgerð um hásæti sitt. Allt sem eitt- hvað heitir og er í landinu streymir nú til Jerúsalem, höfuðborgar Júdaættkvísl- ar. Hún verður nú fjölmennust og áhrifa- mest allra ættkvíslanna. Hinum ætt- kvíslunum hrakar og borgir þeirra níð- ast niður og jafnvægið á milli ættkvísl- anna, sem áður var styrkur þjóðarinnar, raskast. Það fer að bera á andúð gegn Júdaættkvísl og konunginum. Salomon hefir um sig f jölmenna og glæsilega hirð. Öhófið er gífurlegt. Salomon á sjö hundr- uð eiginkonur og þrjú hundruð hjákonur og má af því marka hve húshald hans er umfangsmikið og eyðslan stórkostleg. Otlendir ferðalangar streyma til Jerú- salem til þess að sjá alla dýrðina og við- höfnina. Þeir víðfrægja Salomon kon- ung og þær glæsilegu hallir, sem hann hefir látið reisa. Slíkir ferðamenn eru eins á öllum tímum. Þeir falla í stafi yfir skrautbyggingum og miklum mannvirkj- um og dázt að þeim þjóðhöfðingjum, sem framkvæma slíka hluti; en þeir spyrja lítt um kjör þess fólks, sem hefir eytt ævi sinni og starfsþreki til þess, að reisa hin athyglisverðu mannvirki. — En það verður að unna Salomoni sann- mælis. Hann eyðir miklu, en hann aflar líka mikils. Verzlunarfyrirtæki það, sem hann rekur í félagi við Hiram konung færir honum mikinn auð. Samt er vinnu- skyldan aðaltekjulind hans. Án hennar hefði honum verið ókleift, að byggja upp hina glæsilegu höfuðborg sína. En vinnuskyldan verður líka að lokum ríki hans að falli. Hún er geisiþung kvöð á ættkvíslunum að maður nú ekki tali um hina undirokuðu ættflokka. Óánægja og uppreisnarhugur magnast á meðal þegnanna. Jóseps ættkvísl er fjölmenn- ust ættkvíslanna; frá henni kemur forustumaður andstöðuhreyfingarinnar. Hann heitir Jeróbóam Nebatsson og er auðséð að hann hefir verið mikilhæfur 6

x

Gerpir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.