Bergmál - 01.03.1947, Síða 7
1947
BergmÁl
drap Berenice dóttur sína og lét síðan leika sorgarlag eftir sjálfan sig
við útför hennar.
Þrátt fyrir blóðþorstann- voru Ptolemyarnir að ýmsu leyti ágætir.
Undir vernd þeirra varð borgin Alexandria miðstöð lista og vísinda forn-
aldarinnar, Málaralist, högglist, hljómlist, bókmenntir, stjarnfræði, stærð-
fræði, byggingalist, heimsspeki. — Allar þessar listir hins siðmenntaða
þjóðfélags blómguðust og döfnuðu í Aelxandriu við hliðina á siðlausum
eiturbyrlunum og morðum. Ptolemyarnir réðu yfir mestu heimsborg
fornaldarinnar og þeir höfðu aflað sér mikillar málakunnáttu. Þeir
gátu sagt illar hugsanir sínar á mörgum tungumálum.
Þannig var hinn hálf-siðmenntaði og hálf-villti arfur ungu, ærsla-
gjörnu konungsdótturinnar, sem hljóp úr pinklinum til að grátbæna
Caeser um hjálp til að ná aftur kórónunni. Ogreiddur rauður hárlubb-
inn, tælandi bros, mjúkar og kvikar hreyfingar, og græskulaus fyndni,
sögð á ágætri latínu, með grískum áherzlum. Það gat enginn staðizt
hið aðlaðandi viðmót þessarar ungu egypzku stúlku. Caesar, sem orðinn
var gamall maður og fyrir löngu var búinn að fá sig fullsaddan af óhófi
í kvennamálum og drykkjuskap og hafði nokkrum árum áður verið
nefndur eiginmaður allra kvenna (Omnium Mulierum Vir), fannst nú,
fimmtíu og tveggja ár gömlum, sem væri hann aftur orðinn ungur og
ákafur elskandi. Hann setti hana aftur í hásæti hennar, og varð þræll,
— þessi drottnandi heimsins, — kenja og duttlunga Cleopötru.
IV.
Strax gat Cleopatra komið því til leiðar, að sjálfur hinn mikli Caeser
færi að skipta sér af gjörspilltum stjórnmálum Egyptalands. Hún þvingaði
hann til að drepa yngri bróður sinn, Ptolemy, sem var keppinautur
hennar um kórónu Egyptalands. Því næst bauð hún honum í skemmti-
ferð með sér yfir Níl í konunglegum skrautbát, hlöðnum purpura og
gulli. Það var stefnumót ástarinnar, sem stóð frá kvöldhúmi til dag-
mála. A meðan þau dvöldu í þessari fljótandi höll, sem knúin var með
áratökum fimmtíu þræla frú Nubiu, létu þau sig dreyma gul'lna land-
vinningadrauma, þótt hann væri orðinn flogaveikur og gamall hermaður
en hún aðeins metorðagjörn og valdagráðug ævintýrakona. Caesar von-
aði, að með hjálp Cleopötru gæti hann orðið herra Egyptalands, en
Clepoatra lét sig dreyma um, að með aðstoð Caesars gæti hún orðið valda-
5