Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 8

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 8
Bergmál Marz mesta kona heimsins. Ti'l þess að binda ást þeirra og til þess, að draumar hennar gætu fremur rætzt, átti Cleopatra að gefa honum son og erfingja. En á meðan þau sólunduðu tímanum í fjarstæðukennda draumóra, voru óvinir Caesars í Róm starfsamir og urðu stöðugt hættulegri. Þeir hugðust að steypa honum af stóli. Jafnvel vinir hans voru orðnir tor- tryggilegir. Þeir álitu það vera rangt af hershöfðingjanum að slæpast í viðhafnarherbergjum erlendra hefðarkvenna, þegar endurnýja þurfti gamla sigra og vinna aðra nýja. Það fór því svo, að bráðguminn reif sig nauðugur viljugur úr örmum Cleopötru, vatt upp segl og sigldi af stað, ekki til Rómar, heldur til Pontus í Litlu-Asíu. Það var viturlegra að snúa heim, sem sigursæll hermaður, en sigursæll elskhugi. Hann varð að koma færandi hendi heim, með sigur yfir nýlega undirokuðu landi. Honum tókst að undiroka Pontus og lýsti sigri sínum í þremur snjöll- um orðum: VENI EIDI VICI (Ég kom, ég sá, ég sigraði). Undir hand- leiðslu Cleopötru hafði honum lærzt að skoða sjálfan sig sem guð. A meðan hann var á leiðinni til Rómar sendi hann eftir Cleopötru, svo hún gæti tekið þátt í sigurfögnuði hans. Hann fékk henni bústað 1 höllinni á Tiberbökkum og fyrir áeggjan „Nílarstúlkunnar“ fór hann að leggja niður fyrir sér, hvernig hann ætti að kollvarpa rómverska lýðveldinu. Strax og hann yrði konungur, lofaði hann Cleopötru að giftast henni og gera hana að drottningu sinni. Því næst myndu þau flytja stjórnaraðsetur heimsveldisins frá Rómaborg til Alexandríu. Þaðan frá borginni, sem var miðstöð Miðjarðarhafssiglinganna myndu þau stjórna heiminum. Þannig voru draumar Caesars, eða öllu heldur draumar Cleopötru, sem hann bergmálaði og átti að framkvæma. Því vitrasti maður Róma- ve'ldis var orðinn auðsveipL, verkfæri í höndum vitrustu konu heimsins. Hann var eins og sofandi maður, sem öðru hvoru gengur í svefni. Rekinn áfram af miskunnarlausri harðyðgi Cleopötru, sem notaði/ sér æsku sína og blinda ást Caesars. Hann nálgaðist því stöðugt rómversku krúnuna. Hann gerði sjálfan sig að konsúl til tíu ára, því næst að ein- valda ævilangt og loks að guðlegum syni Jupiters. Hann lét byggja hof, helgað sér og Cleopötru og lét koma þar fyrir líkneskjum af sjálf- um sér inn í helgidóminu, handa almenningi ti'l að tilbiðja. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.