Bergmál - 01.03.1947, Side 11

Bergmál - 01.03.1947, Side 11
1947 BergmÁl reiðubúið. Ég var farinn að hlakka til að koma til þín, klappa þér á öxlina og bjóða þér inn í hlýjuna. A síðustu stundu snuðaði hann okk- ur. Hann vildi ekki halda málinu áfram“. Hjartað hafði barizt all ótt í brjósti mér, nú fór það að slá hægar. „Það hefur komið í ljós, að þessi Marvin er nýtrúlofaður laglegri amerískri stúlku“, sagði Gringall, „hún er hér um bil helmingi yngri en hann. Honum flaug í hug, að ef hann kærði þig og hún læsi um það í blöðunum, myndi hún hlæja sig hálfsturlaða að því, að hann léti gabba sig með svona gömlu bragði. Hann ákvað að láta þessi 36 þúsund pund róa. Þú ert sann- arlega heppinn aulabárður Steve“. Ég bað um eitt whiskyglas í viðbót, mér fannst ekki veita af því. Við sjálfan mig sagði ég: „Nú hættir þú gamli minn“. Við'Gringall sagði ég: „Lífið er kátbroslegt. En þetta hefur enga þýðingu, ég er í raun og veru bú- inn að ákveða að hætta hvort sem er“. Hann brosti ögrandi brosi: „Jæja þá, hvað hefurðu hugsað þér að taka þér fyrir hendur?“ „Það skal ég segja þér. Ég verð hér í Eastbourne í nokkra daga. Svo ek ég stað úr stað og leita mér að litlu og laglegu húsi. Það tek ég á leigu í hálft ár, leik golf og hugsa um framtíðarmöguleikana. Ég er að hugsa um að byrja á bílasölu, ég hef mikinn áhuga fyrir bílum“. „Þessu trúi ég ekki Steve, þú hefur lifað á hrekkjabrögðum í 15 ár og sloppið furðu vel. Þú getur ekki fremur hætt brögðunum en ég lög- reglustörfunum. Þú heldur klækj- unum áfram og næst þegar þú gerir axarskaft hef ég hendur í hári þínu. Það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir. 9

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.