Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 11

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 11
1947 BergmÁl reiðubúið. Ég var farinn að hlakka til að koma til þín, klappa þér á öxlina og bjóða þér inn í hlýjuna. A síðustu stundu snuðaði hann okk- ur. Hann vildi ekki halda málinu áfram“. Hjartað hafði barizt all ótt í brjósti mér, nú fór það að slá hægar. „Það hefur komið í ljós, að þessi Marvin er nýtrúlofaður laglegri amerískri stúlku“, sagði Gringall, „hún er hér um bil helmingi yngri en hann. Honum flaug í hug, að ef hann kærði þig og hún læsi um það í blöðunum, myndi hún hlæja sig hálfsturlaða að því, að hann léti gabba sig með svona gömlu bragði. Hann ákvað að láta þessi 36 þúsund pund róa. Þú ert sann- arlega heppinn aulabárður Steve“. Ég bað um eitt whiskyglas í viðbót, mér fannst ekki veita af því. Við sjálfan mig sagði ég: „Nú hættir þú gamli minn“. Við'Gringall sagði ég: „Lífið er kátbroslegt. En þetta hefur enga þýðingu, ég er í raun og veru bú- inn að ákveða að hætta hvort sem er“. Hann brosti ögrandi brosi: „Jæja þá, hvað hefurðu hugsað þér að taka þér fyrir hendur?“ „Það skal ég segja þér. Ég verð hér í Eastbourne í nokkra daga. Svo ek ég stað úr stað og leita mér að litlu og laglegu húsi. Það tek ég á leigu í hálft ár, leik golf og hugsa um framtíðarmöguleikana. Ég er að hugsa um að byrja á bílasölu, ég hef mikinn áhuga fyrir bílum“. „Þessu trúi ég ekki Steve, þú hefur lifað á hrekkjabrögðum í 15 ár og sloppið furðu vel. Þú getur ekki fremur hætt brögðunum en ég lög- reglustörfunum. Þú heldur klækj- unum áfram og næst þegar þú gerir axarskaft hef ég hendur í hári þínu. Það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.