Bergmál - 01.03.1947, Síða 12

Bergmál - 01.03.1947, Síða 12
Bergmál Marz Ég lauk drykknum og sagði: „Nei, það gerir þú ekki. Ég sagði þér, að ég hætti. Eftir eitt ár verð ég orðinn herragarðseigandi, og þú tekur djúpt ofan, þegar þú mætir mér“. Hann setti upp hattinn og fór. En um leið og hann fór sagði hann: „Ég skal koma þér inn í hlýjuna Steve, áður en viðskiptum okkar. lýk- ur. Ég hafði dvalið í þrjá daga á gistihúsinu Splendide. A fimmtu- daginn, þegar ég var að snæða ár- bít kom hún inn í borðsalinn. Hún var ein þeirra kvenna, sem fá karl- menn til að grípa andann á lofti. Hún var há, en ekki of há . . . grönn og ósegjanlega tignarleg í framkomu. Hárið var ljósgult, aug- un blá, augnahárin löng, svipurinn var fjarlægur og alvarlegur, en jafn- framt gæddur seiðmögnuðu aðdrátt- arafli. Einni klukkustund fyrir árbít hafði ég séð hana koma í lystivagni, ég var í anddyrinu, er hún kom. Hún skrifaði nafn sitt í gestabók- ina og um leið og hún greip penn- ann leit hún á mig. Hún lagði frá sér pennann og leit út á hafið gegn- um opnar dyrnar, svo greip hún hann á ný og skrifaði nafnið sitt i bókina. Hún brosti hrífandi en fjar- lægu brosi, svo hvarf hún inn í lyft- una. Þegar hún var farin fór ég og gáði í bókina. Hún hét Miss Paula Falloway og kom frá Haddenham. Þegar málmbumban tilkynnti að hádegisverður væri tilbúinn gekk ég inn í borðsalinn. Borðsalurinn á Splendide er stór geimur, og þegar ég kom voru ‘fáir setztir til borðs. Allir horfðu á hana, svo ég gat leyft mér að horfa líka. Hún var komin í dökkan kjól og útlit hennar var dá- samlegt. Hún skyggndist um í saln- um og kom auga á mig. An augna- bliks umhugsunar kom hún beint að borðinu til mín og settist. Hún sagði: „Kæri Godfrey . . . eftir svona mörg ár“. Hvað finnst ykkur, ég hét God- frey, hún kallaði mig kæra, og eftir svona mörg ár. „Mér þykir það leitt, en yður hlýt- ur að skjátlast", sagði ég. „Ég heiti ekki Godfrey og því miður er ég ekki yðar“. Hún tók fram í fyrir mér og rétti fram höndina. Trúlofunar- hringurinn, sem hún hafði á baug- fingri var a. m. k. þúsund punda virði. „Kæri, þú heitir Godfrey", sagði hún blíðlega. Það er bara leið- inlegt, að þú manst það ekki. Ég gæti ekki villst á þér, það er alveg fráleitt. I öll þessi fimm ár hef ég vitað, að ég myndi finna þig. Ég kom hingað frá Haddanham, að- 10

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.