Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 13
1947
Bergmál
eins til að vera hér nokkra daga
og hugsa um þig, af því að við höf-
um verið svo hamingjusöm hér“.
Eg lét undan. Hvað gat ég gert?
Þetta gat ef til vill orðið mesta
hnossið, sem mér hafði hlotnazt.
„Segið mér“, sagði ég við hana,
hvers vegna eruð þér viss um, að
ég heiti Godfrey? Hvers vegna veit
ég það ekki sjálfur? Hvers vegna
held ég mig allt annan frk. Gallo-
way?“
„Hvernig veiztu, að ég heiti Miss
Galloway Godfrey?“
„Eg leit í gestabókina", svaraði
ég djarflega.
„Einmitt", sagði hún, „og þú gerð-
ir það vegna þess, að þú hafði áhuga
fyrir mér. Veiztu góði hvers vegna
þú hafðir áhuga fyrir mér?“
Eg svaraði engu. Hún lyfti hend-
inni með trúlofunarhringnum og
sagði: „Þú hefðir áhuga fyrir mér,
ef heili þinn reyndi að muna, hann
reyndi að gera sér ljóst, að þú ert
maðurinn, sem settir hringinn á
þennan fingur. Maðurinn, sem ég
átti að giftast. Nei, sem ég á að
giftast. Hvað segir þú um þetta
vinur minn?“
Eg sagði: „Það lætur vel í eyr-
um, en ég skil það ekki enn“.
„Auðvitað gerirðu það ekki. En
hlustaðu nú á það, sem ég hef að
segja. Fyrir fimm árum vorum við
trúlofuð og í þann veginn að gift-
ast. Ég held að við höfum verið
hamingjusömustu manneskjur í
heimi. Nafn þitt var og er Godfrey
Ferring kapteinn. Þegar ég kynntist
þér varztu mjög fátækur en óvenju
heillandi, það síðarnefnda ertu enn.
Þú keyptir trúlofunarhringinn
minn fyrir síðustu peningana þína.
En þú áttir ljómandi góða hrað-
brennsluvél, sem þú hafðir fundið
upp sjálfur, þegar ég sýndi pabba
hana sagði hann strax, að vélin
væri fullkomnari en gömlu tegund-
irnar og hann vildi nota þína vél í
nýja vagninn, sem verksmiðjan var
að smíða um þær mundir. Þú
manst sjálfsagt ekki að pabbi lof-
aði að borga þér 20.000 pund fyrir
uppfyndingarréttinn og þú hefur
ekki enn fengið grænan eyri af
þeirri upphæð. Peningarnir bíða þín
enn“.
Eg kleyp mig í fótinn, þetta var
ekki sem verst.
„Það var á sunnudegi“, hélt hún
áfram, og tár komu í hin fögru
augu hennar. „Þú komst til Hadden-
ham á föstudegi, næsta fimmtudag
áttum við að giftast. Þetta var eins
og unaðslegur draumur. Framtíð
okkar var tryggð. Pabbi var búinn
að tryggja þér góða stöðu í fyrir-
tækinu, hann var hæstánægður með
þig og ég tilbað þig“.
Ég kinkaði kolli alveg orðlaus.
„Eftir hádegi á mánudaginn fórst