Bergmál - 01.03.1947, Page 14

Bergmál - 01.03.1947, Page 14
Bergmál Marz þú frá Haddenham til verksmiSjunn- ar í Fairley. Reynsluvagninn var tilbúinn, vagninn, sem hraðbrennslu- vélin þín var í. Þótt Williams segði þér að vagninn hefði ekki verið reyndur vildir þú endilega aka hon- um. Williams sagði, að fyrst hefðir þú ekið nokkra hringi á brautinni með 65 km. hraða, en síðan beygðir þú inn á aðalveginn til London. Hann sagði, að þú hefðir aukið hrað- ann, svo þú hefðir verið á 150 km. hraða, þegar vagninn lenti út af og í gerðið . . .“ Hún þagnaði eitt augnablik og tár hrundi á dúkinn. „Vagninn gereyðilagðist“, bætti hún svo við. Þú hvarfst og síðan hefur enginn af þér frétt fyrr en í dag“. Nú skildi ég hvað klukkan sló. Eg sagði mjög varfærnislega. „Eg hlýt að hafa misst minnið?“ „Einmitt", sagði hún. „Þú hefur auðsjáanlega ekki meiðst líkamlega um leið og þú komst út úr vagnin- um og hélst leiöar þinnar. Þegar William kom með sjúkrabílinn varstu horfinn". Hún þagnaði. Eg hef aldrei á ævi minni hugsað eins hratt og á þessu augnabliki. Mér fannst, að það hlyti að verða virðulegur lokaþáttur, ef ég leysti þetta hlutverk vel af hendi. Hún hélt áfram: „Við gerðum allt, sem í okkar valdi stóð til þess að finna þig. Pabbi var tæplega mönnum sinnandi og ég lá á tauga- veikishæli í fjóra mánuði. Ég var yfirkomin af sorg. Við auglýstum eftir þér, réðum leynilögreglumenn í þjónustu okkar, en allt árangurs- laust. Við gerðum allt sem hægt var að gera. En nú hef ég fundiÖ þig og ég sleppi þér aldrei, aldrei fram- ar. Eg reyndi að þreifa betur fyrir mér og sagði: „Setjum nú svo, að allt þetta væri rétt, ég hlýt þó aö hafa átt einhverja ættingja eða vini, sem myndu hafa þekkt mig“. „Þú áttir enga ættingja kæri God- frey“, sagði hún. Foreldrar þínir dóu þegar þú varst kornungur. Ég man, að þú sagðir, að þeir sem þú hefðir þekkt áður hefðu fallið í stríðinu eða látizt síðar. Þú þekktir enga nema okkur, þess vegna gat enginn þekkt þig“. Eg tók ákvörðun. Þetta skyldi verða lokabragðið. Ef hún hélt, að ég væri Godfrey, gat ég látið mér lynda að leika hans hlutverk. Eg þurfti aðeins að gleyma öllu, sem fyrir mig hafði borið áður en ég fór til Indlands og það hentaði mér mjög vel. Svo beið mín ágætis staða í fyrirtæki föður hennar, mikið reiðufé, hún elskaði mig! Hvílík framtíð. Ég reyndi að líta út eins og mað- ur, sem beitir öllu viljaþreki sínu 12

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.