Bergmál - 01.03.1947, Síða 17

Bergmál - 01.03.1947, Síða 17
1947 BergmÁl Hún var ekki með lestinni og ekki- á pallinum. Hvar var hún? Ég ákvað þá að 'halda áfram til Haddenham, kynna mig fyrir for- eldrum hennr og skýra þeim frá málavöxtum. Hún hlaut að koma í leitirnar, ung stúlka getur ekki horf- ið fyrir fullt og allt á Achford- járnhrutarstöðinni og það um há- bjaftan daginn. Ég talaði við stöðvar- stjórann og hann tjáði mér, að engin lest færi beint til Haddenham og ég ætti því ekki annars úrkosta en fara með lestinni til Lundúna og þaðan beint til Haddenham. Þetta gerði ég. Ég held að þetta sé mesta hörm- ungaferðalag, sem ég hef farið. Pála og flutningurinn horfinn, ég var dauðhræddur um hana, mér fannst leiðin aldrei ætla að taka enda. Klukkan var orðin 19 áður en við komum inn á Charing Cross. Mér hafði flogið í hug, að ef til vill biði hún mín við útgöngudyrnar. Þar var enginn. Ég skilaði farmiða mínum og var að fara af stöðinni þegar allt í einu var tekið í hand- legginn á mér. Ég sneri mér við og sá Dringall hlæjandi út að eyrum. „Jæja Steve, ég var búinn að segja þér, að ég skyldi krækja í þig og nú er ég búinn að því. Þú varst far- inn að gera skyssur, eins og ég sagðiV „Hvað áttu við Gringall?“ sagði ég, „ég veit ekki um hvað þú ert að tala“. „Nei, auðvitað ekki“, sagði hann glettnislega og rétti mér Evening News. Ég leit í blaðið og las. Gimsteinaþjófnaður. Ovenjulega djarflegur gimsteinaþjófnaður var síðdegis í dag framinn á Clint Place í nánd við Sastbourne. Skömmu eftir að Miss Paula Galloway og unnustl hennar Ferring kapteinn voru farin í bíl sínum, kom maður, sem var nauðalíkur Ferring og sagð- ist vera að sækja tösku Miss Gallo- way, sem hún hefði gleymt. Fjöl- skyldan var ekki heima en brytinn afhentr töskuna, í henni voru gim- steinar sem eru 20.000 punda virði. Hinn falski Ferring kapteinn ók síðan á brott í leigubíl. Snemma dags hafði stúlka, sem verður að teljast óvenjulega falleg talað við, einn garðyrkjumannanna og frétt hjá honum, að Miss Galloway og Ferring kapteinn myndu leggja af stað síðedgis sama dag. Það er eng- inn efi á því að þessi kona var í ráðum með þjónustustúlku, sem fór frá Claist Place um morguninn og hefur getað gefið þjónunum vís- bendingu um, að Miss Galloway myndi senda eftir töskunni sinni næsta dag. Að þjófnaðurinn var vandlega undirbúinn má marka af því, að föt falska kapteinsins voru

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.