Bergmál - 01.03.1947, Side 18

Bergmál - 01.03.1947, Side 18
BergmÁl Marz riákvæmlega eins og föt Ferrings kapteins. „Komdu nú Steve“, sagði Gringall. „Það var ljótt, að ég hitti þig ekki í Eastbourne. Þegar lögreglan þar hringdi til Yard vissi ég strax, að þú hefðir gert þetta“. „Gringall“, sagði ég andvarpandi, „eigum við ekki að fá okkur eitt glas áður en við förum?“ Við gengum að veitingaborðinu og fengum okkur whisky. „Eg býst ekki við, að þú trúir einu orði af því, sem ég segi“, sagði ég, „en ég ætla samt að segja þér sannleikann. Svo sagði ég honum upp alla söguna. Hann hló og sagði: „Hún er held- ur ótrúleg sagan þín Steve, ef ég væri sem þú myndi ég ekki nota hana mér til varnar, hún myndi bæta einu ári við. Ef ég væri í þínum sporum myndi ég játa sekt mína og sitja minn tíma eins og heiðarlegur maður“. Eg sagði ekki neitt. Hvað var hægt að segja. En það var nú eitt- hvað við þessa stúlku, hver sem hún var. Hún hafði allt í lagi, heilann, taugarnar og að ógleymdu útlitinu. Að hún skyldi geta leikið svona á mig. Eg hefði átt að vita betur. Hann bjargaði félaga sínum. Drengur nokkur hafði fengið skriflegt leyfi til að veiða í á, sem rann um land bónda nokkurs. Eitt sinn var hann að veiða með félaga sínum, þegar vinnumaður bóndans birtist skyndilega. Strák- urinn rak upp hræðsluóp og tók til fótanna. Vinnumaður elti. Eftir að hafa hlaupið um tvo kílómetra, náði hann stráknum og stundi upp: — Hefirðu leyfi til að fiska í ánni? — Auðvitað, svaraði strákur. — Svo, já? Sýndu það. Drengurinn dró leyfisbréfið upp úr vasa sínum og sýndi honum. Vinnumaðurinn bölvaði gremjulega. — Hvers vegna varstu þá að hlaupa? spurði hann. — Svo að hinn strákurinn kæmist undan, var svarið. Hann hafði ekki leyfi.

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.