Bergmál - 01.03.1947, Síða 19

Bergmál - 01.03.1947, Síða 19
Hér er sagt frá manninum með jám- hjartað, sem stjórnaði njósnum Þjóðverja í stríðinu, og ást hans og Mata Hari í fyrra stríði. Aðmíráll í felum Að morgni hins sögulega dags, 1. september 1939, gekk smávaxinn, en vel klæddur maður niður Whilhelmstrasse í Berlín. Utlit hans gaf ekki til kynna, að þar væri heimssöguleg persóna á ferð. Heimsstyrjöldin síðari hafði aðeins staðið í nokkrar klukkustundir, því í dögun þann dag, höfðu þýzkar hersveitir þust yfir landamæri Póllands. Lögregla Berlínarborgar hafði lokað Wilhelmstrasse fyrir allri umferð. Það var ekki óskað eftir neinum mótmælafundum, eða mannsöfnuði fyrir framan stjórnarbyggingarnar. En litli maðurinn gekk hindrunarlaust og óáreittur gegnum raðir lögreglumannanna og hélt í áttina til hinnar skrautlegu kanslarahallar þriðja ríkisins. Skraut hennar og tign gaf ekki Babels- turninum eftir. Hann gekk inn í bygginguna og fór fram hjá einkaverði Hitlers í dyrunum. En vörður sá var hátt settur liðsforingi með fjölda heiðurs- merkja og borða á dökkbláa einkennisbúningnum. Liðsforinginn stillti sér upp um leið og hann fór fram hjá, rak höndina að byssunni og hrópaði „Hæl Hitler, aðmíráll“. Smávaxni maðurinn í borgaralegu fötunum var auðvitað enginn venjulegur borgari. Hann hafði einmitt nýlega hlotið aðmírálstign og var nú kominn til að þakka Hitler upphefðina. Hann rataði leiðsagnar- laust um hina geysimiklu byggingu og kunni að opna leynidyr og ganga völundarhússins. Gull og silfurskreyttar súlur trufluðu hann ekki, né heldur maramaragó'lfin og safn, stórra stríðsmálverka. Hann veitti ekki neinu þessu athygli. Hann hafði komið hér áður og séð oft áður allt sem hér var að sjá. Hinn óeinkennisbúni maður, sem liðsforinginn hafði ávarpað, sem — 17 —

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.