Bergmál - 01.03.1947, Page 27

Bergmál - 01.03.1947, Page 27
1947 BergmÁl að taka þann kostinn að draga sig í hlé frá hinum raunverulegu störfum sínum heima í Þýzkalandi um hríS. Þýzka flotastjórnin sendi hann til Spánar, þar sem þýzka leyniþjónustan og hernðarandinn starfaði í fullu fjöri. Hann leit þar eftir byggingu þýzkra kafbáta í Echeveria skipasmíða- stöðvunum. Samkvæmt Versalasamningum máttu Þjóðverjar þó ekki eiga neina kafbáta. Byggingu þeirra átti líka að halda stranglega leyndri. A Spáni varð hann fljótt handgenginn hinum þekkta vopnakonungi þar, Juan March. Þeir smíðuðu vopn fyrir þýzka herinn og geymdu þau á Spáni. Samband Juan March við Canaris kom að goðu haldi í spönsku borgarastyrjöldinni. Menn minnast þess ef til vill, að framan af borgara- styrjöldinni þurftu Þjóðverjar ekki að styðja Franco opinberlega, því þeir höfðu þá þegar skapað sér þýðingarmikla aðstöðu á Spáni og áttu þar vopn í stórum stíl. Starfsemi Canaris á Spáni var þýÖingarmikil fyrir njósnir þýzka flot- ans. Hann kom upp njósnakerfi gegn brezkum og ítölskum skipum, sem varð Þjóðverjum til ómetanlegs gagns. Árið 1929 kynnti Franz von Papen Canaris fyrir Hermanni Göring, en Papen var hásbóndi Canaris í Bandaríkjunum í fyrri heimsstyrjöld- inni. Canaris og Göring áttu margt sameiginlegt. Þeir höfðu svipað hugarfar og voru báðir prússneskir herforingjar. Þeir fengu líka dálæti hvor á öðrum strax frá því að þeir kynntust fyrst. Þeir höfðu báðir tekið þátt í uppeisninni í bjórkjallaranum í Munchen. Canaris sagði Göring, að hann, Canaris, gæti ef til vill notað eitthvað af upplýsingum þýzku leyniþjónustunnar í þjónustu Hitlers-hreyfingarinnar. Leist Göring strax vel á þá ráðagerð. Canaris var einmitt rétti maðurinn til að stofna og skipuleggja leynistarfsemi fyrir Nasiztaflokkinn, sem var í hröðum vexti. Hann hafði sýnt það í fyrri heimsstyrjöldinni, að hann var góður lærisveinn Walters Nicolai, þáverandi yfirmanns þýzku leyniþjónustunnar. Hann hafði líka mikla þekkingu á sjóhernum og það sem meira var. Upp- lýsingar þær sem hann gat gefið voru líka prýðileg markaðsvara. Fastista- ríkið á Italíu myndi áreiðanlega vera reiðubúið til að kaupa upplýsingar hans og það gæti orðið fjárhag flokksins mikill styrkur. Fyrsta verkið, sem Canaris leysti af hendi fyrir Hitler í hinu nýja embætti var að safna persónulegum upplýsingum um þýzka liðsforingja. Hitler pantaði hjá honum skrá yfir stjórnmálaskoðanir þeirra, fjárhags- ástæður og skapferli. 25

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.