Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 27

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 27
1947 BergmÁl að taka þann kostinn að draga sig í hlé frá hinum raunverulegu störfum sínum heima í Þýzkalandi um hríS. Þýzka flotastjórnin sendi hann til Spánar, þar sem þýzka leyniþjónustan og hernðarandinn starfaði í fullu fjöri. Hann leit þar eftir byggingu þýzkra kafbáta í Echeveria skipasmíða- stöðvunum. Samkvæmt Versalasamningum máttu Þjóðverjar þó ekki eiga neina kafbáta. Byggingu þeirra átti líka að halda stranglega leyndri. A Spáni varð hann fljótt handgenginn hinum þekkta vopnakonungi þar, Juan March. Þeir smíðuðu vopn fyrir þýzka herinn og geymdu þau á Spáni. Samband Juan March við Canaris kom að goðu haldi í spönsku borgarastyrjöldinni. Menn minnast þess ef til vill, að framan af borgara- styrjöldinni þurftu Þjóðverjar ekki að styðja Franco opinberlega, því þeir höfðu þá þegar skapað sér þýðingarmikla aðstöðu á Spáni og áttu þar vopn í stórum stíl. Starfsemi Canaris á Spáni var þýÖingarmikil fyrir njósnir þýzka flot- ans. Hann kom upp njósnakerfi gegn brezkum og ítölskum skipum, sem varð Þjóðverjum til ómetanlegs gagns. Árið 1929 kynnti Franz von Papen Canaris fyrir Hermanni Göring, en Papen var hásbóndi Canaris í Bandaríkjunum í fyrri heimsstyrjöld- inni. Canaris og Göring áttu margt sameiginlegt. Þeir höfðu svipað hugarfar og voru báðir prússneskir herforingjar. Þeir fengu líka dálæti hvor á öðrum strax frá því að þeir kynntust fyrst. Þeir höfðu báðir tekið þátt í uppeisninni í bjórkjallaranum í Munchen. Canaris sagði Göring, að hann, Canaris, gæti ef til vill notað eitthvað af upplýsingum þýzku leyniþjónustunnar í þjónustu Hitlers-hreyfingarinnar. Leist Göring strax vel á þá ráðagerð. Canaris var einmitt rétti maðurinn til að stofna og skipuleggja leynistarfsemi fyrir Nasiztaflokkinn, sem var í hröðum vexti. Hann hafði sýnt það í fyrri heimsstyrjöldinni, að hann var góður lærisveinn Walters Nicolai, þáverandi yfirmanns þýzku leyniþjónustunnar. Hann hafði líka mikla þekkingu á sjóhernum og það sem meira var. Upp- lýsingar þær sem hann gat gefið voru líka prýðileg markaðsvara. Fastista- ríkið á Italíu myndi áreiðanlega vera reiðubúið til að kaupa upplýsingar hans og það gæti orðið fjárhag flokksins mikill styrkur. Fyrsta verkið, sem Canaris leysti af hendi fyrir Hitler í hinu nýja embætti var að safna persónulegum upplýsingum um þýzka liðsforingja. Hitler pantaði hjá honum skrá yfir stjórnmálaskoðanir þeirra, fjárhags- ástæður og skapferli. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.