Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 28

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 28
Bergmál Marz Það er vitað, að Canaris og Papen áttu þátt í því að Kurt von Schleicher ráðherra var settur frá embætti, til þess að losa embættið fyrir Hitler. Frávikning hans kom til af því að Canaris gat látið stela þýðingarmikl- um skjölum af einkaskrifborði Schleichers. % Schleicher hafði leynilega undirbúið framkvæmd á þeirri hugmynd sinni, að endurskipuleggja landsvæði í Austur-Prússlandi, er voru órækt- uð og að mestu ónotuð eign auðmanna. Ætlaði hann að skipta þessum lendum niður í lítil bóndabýli. Þessi ráðstöfun hefði vitanlega dregið nokkuð úr hinu hættulega atvinnuleysisástandi í Þýzkalandi. En Schleicher vissi að ekki var ennþá tímabært að koma af stað slíkum stór- felldum breytingum, vegna þess, að afturhaldsöflin í landinu voru ennþá of sterk. Schleicher var því ekki áfjáður í að láta lögin um þetta fara strax í gegnum þingið, þó þjóðarbúskapurinn krefðist þess hins vegar. Þegar Canaris hafði tekizt að stela leynilegum skjölum varðandi þetta mál, fór hann með þau beint til Hitlers. Ljósmynd af skjölunum var síðan send Hindenburg ríkiskannslara, ásamt úrslitakostum frá Hitler. Hitler ásakaði Hindenburg fyrir að hafa Bolsivikka í stjórn sinni. Hann ógnaði honum með hótunum um að koma af stað gagnráðstöfunum hjá iðjuhöldum og landeigendum. Hindenburg sem í eðli sínu var orð- inn góðlátur og hægur, varð ótta gripinn og vildi ekki að neinn hávaði yrði, en umfram allt vildi hann þó koma vinum sínum, prússnesku land- eigendum til hjálpar. Endalokin urðu þau, að Schleicher var settur át úr ráðuneytinu. Þjóð- verjar fengu þá Hitler fyrir ráðherra, heimurinn fékk innan stundar nýja heimsstyrjöld og Walter Wilhelm Canaris, þjófurinn snjalli, fékk háa stöðu að launum. Hann hélt stöðugt áfram að hækka í tign. Það var ekki um að villast. Hann var tilfinninganæmur unglingur, sem um tíma hafði liðið allar kvalir elskhugans. . ' — Hvað er að þér? spurði faðir hans. — Ég get varla sagt þér það, andvarpaði sonurinn. — Ég er loks búinn að biðja hennar og hún sagði nei. — Blessaður vertu, sagði faðirinn glaðlega, — þetta verður allt í lagi. „Nei“ konunnar er oft sama og „Já“. — Máske þú hafir rétt fyrir þér, stundi sonurinn, — en þessi kona sagði ekki „Nei“. Hún sagði „Snautaðu".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.