Bergmál - 01.03.1947, Page 31
1947
BergmÁl
voru þau. Sonurinn átti vitanlega
að ganga menntaveginn og var sett-
ur til náms. Hann lauk háskóla-
prófi í Cambridge í arkitektum og
ætlaði að leggja þá grein bygginga-
vísindanna fyrir sig. Hann gat þó
aldrei fellt sig almennilega við starf-
ið og fór því að hugsa um að leggja
út á leikbrautina. Það var þó ekki
eins auðvelt og honum kom til hug-
ar í fyrstu. Hann þurfti að ganga á
leikskóla, til þess að komast að á
leiksviðinu og fjölskylda hans var
ekki alveg á því að kosta hann til
skólanáms að nýju og sízt til leik-
listarnáms.
En þá kom bréfspj aldið. Dag
nokkurn sá hann auglýsingu í dag-
blaði, þar sem umferðaleikflokkur
auglýsti eftir leikara. James Mason
sendi tilboð og var tekinn eftir fyrstu
reynzluna. Hróður hans, sem leik-
ara hefir upp frá því stöðugt farið
vaxandi. Kvikmyndafélögin réðu
hann í þjónustu sína og frægðar-
brautin stóð honum opin.
James Mason lifir annars rólegu
lífi og berst ekki mikið á. Hann býr
með konu sinni í gömlu en snotru
húsi um klukkustundar járnbraut-
arferð frá Lundúnaborg og þar vill
hann dvelja öllum stundum, þegar
hann ekki er á leiksviðinu. Hann
heldur mikið upp á ketti og þau
hjónin bæði. Eiga þau hvorki meira
né minna en fjóra ketti og þarf mikla
dýravini til að geta átt svo mörg dýr
í Englandi, þar sem matarskömmt-
unin er enn þá ströng. En þau
hjónin vilja heldur spara eitthvað
við sig í mat, til að geta haldið öllum
köttunum. Þegar Mason er ekki að
leika í neinni mynd, fer hann seint
að hátta og seint á fætur.
Amerísku kvikmyndafélögin hafa
lagt mikið kapp á að klófesta Mason
og fá hann til að fara til Ameríku.
Nú fyrir nokkru síðan lét hann til
leiðast og fór vesturum haf, en ekki
er talið líklegt að hann ílengist þar,
heldur muni hann hverfa aftur til
Englands Von bráðar.
James Mason er fæddur í Hudd-
ersfield, 15. maí 1909. I tómstundum
sínum þykir honum gaman að teikna
og skrifa greinar í blöðin og er þá
vanur að segja meiningu sína, jafn-
vel þó kvikmyndirnar eigi í hlut.
# # # #
A. J. Cronin, sem á sínum tíma ákvað að hætta við læknalistina
og helga sig skáldskaparlistinni, þarf ekki að iðra þess að hafa
gert það. Einungis fyrir kvikmyndun bóka sinna hefir hann fengið
500 þúsund dollara, eða um þrjár milljónir króna.