Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 36

Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 36
Hann langar til að leika Byron . . . Cornel Wilde er einn þeirra leikara, sem ekki lætur hégómagirndina hlaupa með sig í gönur, eða penginaflóð og frægð spilla eðli sínu. Hróður hans fer vaxandi með hverri mynd sem hann leikur í og var hann þó einu sinni ekki í miklu áliti hjá kvikmyndafélögunum. Það var fyrst með fádæma góðum leik sínum í kvikmyndinni Unaðs- ómar, sem Cornel Wilde náði sér verulega á strik og varð frægur, en eftir það Jiefir hann heldur ekki þurft að vera kominn upp á náðir kvik- myndafélaganna með að fá hlutverk. Hann er nú með allra eftirsóttustu leikurum og kvikmyndafélögin telja myndum sem hann leikur í, öruggar að ná vinsældum og útbreiðslu. Margir íslenzkir kvikmyndahúsgestir muna eftir myndinni Unaðs- ómar, sem sýnd hefir verið í Tjarnarbíó, við meiri vinsældir en flestar aðrar myndir sem hingað hafa komið. Mun láta nærri að engin kvikmynd hafi verið sýnd jafn oft hér á landi og þessi mynd. Cornel Wilde lék hlutverk Chopins og þótti gera það með mikilli prýði. Aður en Cornel Wilde lék í Unaðsómum, hafði hann ekki átt upp á pallborðið hjá kvikmyndafélögunum. Hann hafði þá gengið á milli kvikmyndafélaganna og verið bæði hjá 20th Century Fox og Warner brors og var lánaður af því fyrr nefnda til Columbia félagsins til að leika hlutverk Chopins í Unaðsómum. Eftir það hefir hann ekki verið lánaður. Elann hefir að undanförnu leikið í ýmsum stórmyndum. Hér hefir nýlega verið sýnd myndin Látum drottinn dæma, þar sem hann lék og einnig hefir hann orðið frægur fyrir leik sinn í myndinni Centennial summer. Cornel Wilde segir að sig langi nú mest til að leika Byron og hefir það komið í ljós, að hann er alls ekkert ólíkur honum í sjón, þegar hann klæðist að þeirra tíma sið. Wilde scgir að Byron lávarður sc hlutverk að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.