Bergmál - 01.03.1947, Side 47
Giovanni V er ga :
Sagan,
sem óperan fræga
var gerð inn.
i
Cavalleria Rusticana
Þegar Turiddu Mabba, sonur Nungiasar kom úr herþjónustunni, spók-
aði hann sig á hverjum sunnudegi á torginu klæddur einkennisbúningi
fótgönguliðsins. A höfði 'hafði hann rauða húfu, sem líktist húfu spá-
mannsins.
Stelpurnar ætluðu að gleypa hann með augunum, er þær gengu fram
hjá honum á leið til kirkju og götustrákarnir hringsnerust í kringum
hann eins og flugur.
Hann hafði líka pípu með mynd af konunginum á hestbaki, sem
leit út eins og hún væri lifandi, á eldspýtunum kveikti hann aftan á
buxunum sínum og lyfti um leið öðrum fætinum eins og hann væri að
sparka í einhvern. En dóttir Angelosar bónda, Lola, hafði enn ekki látið
sjá sig ,hvorki við guðsþjónustur eða á grashjallanum, þar sem æskan
var vön að hópast saman. — Hún var trúlofuð einhverjum frá Licodia,
sem var fyrirmaður og átti fjóra múlasna á stalli. Þegar Turiddu komst
á snoðir um það vildi hann fyrst endilega rista náungann frá Licodia á
kviðinn. Hann gerði það samt ekki, hann lét aðeins vanþóknun sína í
ljós með því að syngja allar þær níðvísur, sem hann kunni, fyrir utan
glugga hinnar fögru meyjar.
— Hefur hann ekkert að gera, hann Turiddu Nungiasarson — sögðu
nágrannarnir, hann er úti allar nætur og kvakar eins og spörfuglsangi?
Loks hitti hann Lólu, þegar hún var að koma heim úr pílagrímsferð
til Madanna del Pericolo. En hún skipti ekki einu sinni litum þegar
hún sá hann, fremur en hann kæmi henni ekkert við.
En hvað mér þykir vænt um, að ég skyldi hitta þig, — sagði hann.
— O, Turiddu, einhver sagði mér, að þér hefðuð komið heim í
byrjun mánaðarins.
— Já, og ég hef heyrt svo margt annað, — svaraði hann, er það satt,
sem fólk segir, að þér ætlið að giftast fyrirmanninum Alfio?
45