Bergmál - 01.03.1947, Síða 48

Bergmál - 01.03.1947, Síða 48
Bergmál Marz — Já, cf guð lofar — sagði Lola og hnýtti um leið skýluklútinn enn fastar. . — Það sem guð vill, er nú víst svo og svo, cftir því sem á stendur Þá hefur guð sennilega einnig viljað, að ég skyldi koma allan þennan langa veg til þess að heyra þennan fagnaðarboðskap. Hann ætlaði að láta sem ekkert væri en röddin kom upp um hann. Hann slóst í för með stúlkunni og fjöðrin í húfunni dinglaði ólánlega fram og aftur. Henni Ieiddist að sjá hann svona hryggan, en hafði ekki brjóst í sér til að gefa honum nokkra von. — Heyrið þér Turiddu, saeði hún loks, — nú fæ ég að fara aftur til vina minna. Hvað mvndi fólk seeia, ef það sæi okkur saman? — Það er rétt hjá vður, svaraði Turiddu. — Fvrst þér ætlið að giftast Alfio, sem á fióra ljómandi múlasna á stalli er ekki vert að gefa fólki tilefni til að slúðra. Aumingja mamma varð að láta sér nægia þennan eina asna og litlu vinekruna, við þióðveginn meðan ég var hermaður. Nú er af sem áður var, þér hugsið aldrei um hvernig allt var, þegar við töluðumst við gegnum gluggann og þér gáfuð mér litla vasaklútinn þann arna áður en ég fór. Guð einn veit hversu oft ég hef grátið í hann. meðan ég var svo langt í burtu, að enginn kannaðist við bæ- inn okkar. Verið þér sælar Lóla. það er bezt að við gleymum hvað okkur hefur farið á milli. Vináttu okkar er lokið. Lóla giftist fvrirmanninum og á sunnudögum sat hún unni á gras- hjallanum með hendurnar á maganum til þess að svna alla gullhring- ana, sem maðurinn hafði gefið henni. Turiddu hélt unnteknum hætti með að rápa fram og aftur með hendurnar í buxnavösunum og gefa stelpunum auga. í raun og veru gramdist honum, að Lóla var orðin svona rík og hún þóttist ekki sjá hann þegar þau mættust. Ég skal finna hana f fjörunni, að mér heilum og lifandi tautaði Turiddu við siálfan sig. Beint á móti Alfio bió bóndinn Cola, hann ræktaði vínvið og átti sand af neningum, eftir því, sem sagt var, og aðeins eina dóttur. Turiddu réðst vinnumaður til hans og svo gerði hann sér oft erindi inn í .húsið til þess að spjalla við stúlkuna. — Þvf eruð þér ekki svona blíðmæltur við Lólu? sagði Santa.

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.