Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 49

Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 49
1947 BergmÁl — Lóla cr orðin svo rík, hún hefur gifst ríkum stórbokka. — Og slíkan mann hef ég ekki átt skilið, eigið þér við? — Þér eruð hundrað sinnum meira virði en Lóla, og ég þekki mann, sem ekki myndi líta við Lólu og öllum hennar peningum, ef hann ætti yður. Hún er ekki verðug þess að bursta skóna yðar. — Minnist refsins, sem ekki náði vínberjunum ... — og sem sagði: hvað þú ert yndisleg racinedda smá. — Uss, uss, ekki að þessu káfi Turiddu. — Eruð þér hræddar um, að ég muni gleypa yður? — Hrædd er ég ekki, hvorki við yður né neinn annan. — Sjáum til, það er auðfundið, að móðir yðar var frá Licodia. Þér eruð blóðheitar. Ó, hvað ég er skotinn í yður. — Það megið þér vera, ef yður sýnist, en yður fellur ekkert í skaut. Getið þér rétt mér þetta knippi? — Fyrir yður gæti ég snúið um öllu húsinu. Til þess að leyna hve hún roðnaði, fleygði hún í hann spýtu, sem hún hélt á, og það var mesta mildi, að hún hitti ekki. — Haldið þér nú áfram, ef við mösum svona ljúkum við aldrei verkinu. — Ef ég væri ríkur vildi ég eiga konu eins og yður, Santa. — Höfðingja eins og þann, sem Lóla krækti sér í fæ ég ekki, en 'heimanmund á ég, þegar guð lætur einhvern verða á vegi mínum. — Þér eruð rík, það vita allir. — Það er bezt, að við flýtum okkur, pabbi kemur bráðum og ég vil ekki, að hann sjái mig hér. Faðirinn var farinn að verða aðgætinn, en stúlkan lét sem ekkert væri. Gullhamrar fótgönguliðans höfðu kitlað hana og húfufjöðrina hans bar sí og æ fyrir augu henni. Þegar faðirinn rak Turiddu út, opnaði hún gluggann út til hans. Þar stóð hún og talaði við hann á hverju kvöldi svo nágrannarnir töl- uðu ekki um annað. — Ég er alveg vitlaus í yður, sagði Turiddu, — ég ncyti hvorki svefns né matar yðar vegna. — Bull. — Ég vildi ég væri kóngssonur svo ég gæti kvænzt yður. — Heimska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.