Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 52

Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 52
BergmÁl Marz það er eins víst, og að guð lifir, og þú hefur rétt til að drepa mig. En áður en ég lagði af stað í morgun hitti ég mömmu gömlu, sem var komin á fætur til þess að kveðja mig, hún þurfti að gæta að hænsnunum sagði hún, það var eins og hún byggist við einhverju illu og við hinn heilaga guð skal ég drepa þig til þess að firra hana sorg. — Þetta er hraustlega mælt, sagði Alfio og fór úr jakkanum, hvor- ugur okkar mun þá draga af sér. Báðir voru vanir að fara með hnífa. Turiddu fekk fyrsta lagið, sem hann bar af sér með handleggnum. Þegar hann lagði næst gerði hann það eftirminnilega og hitti hinn beint í nárann. — Jæja Tuh.ddu, þér er alvara að drepa mig? — Já, það hef ég þegar sagt þér, síðan ég talaði við mömmu niðri í hænsnagarðinum er mér sem ég sjái hana fyrir mér. — Líttu þá almennilega upp, sagði Alfio, — því nú hyggst ég að borga með rentum. Meðan hann stóð þannig reiðubúinn að leggja næsta lagi, hélt hann vinstri hendi yfir sárið og olnbogann nærri því niðri við jörð, greip í flýti sandhrúgu og fleygði henni beint í augu andstæðingsins. — Æ, veinaði Turiddu, — nú er úti um mig. Hann reyndi að bjarga sér með því að hoppa aftur á bak, örvæntingin jók hugrekki hans. En Alfio hjó hann í magann og aftur í hálsinn. — Þrjú, þetta hefurðu fyrir að svívirða heimili mitt. Nú lætur mamma þín hænsnin eiga sig. Turiddu skjögraði um stund fram og aftur milli kaktusanna, en hneig síðan niður. Freyðandi blóðið sogaðist í barkanum og hann fekk aðeins sagt: — O, mamma smá. Lét ekki snúa á sig. Aðstoðarmaður við reiðhjólaverzlun var að reyna að selja gömlum bónda reiðhjól. — Það er afar vandað og ódýrt, og ekki þarf að óttast það, að það éti af sér höfuðið, þegar það er ekki í brúki. Það væri þægilegt að hafa það á búgarðinum. Það kostar aðeins 40 dali. — Fjörutíu dali, segir bóndinn, — heldur myndi ég kaupa mér kú fyrir þá. — Þú mundir verða að athlægi, ef þú færir að brúka kúna fyrir reiðskjóta. — Ekki neitt líkt því eins og ef ég færi að reyna að mjólka reiðhjólið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.