Bergmál - 01.03.1947, Side 53
Það getur Iíka orðið
of mikið af ástinni. Látið
hana ekki verða að blindri
tilbeiðslu.
Elskaðu mig aðeins minna
„Elskaðu mig minna, clskan
mín“. Ef þú lætur ást þína
verða að hnýsni, getur það
neytt manninn þinn til að
yfirgefa þig. (Eftir Joan
Thorntan).
Það er eins og ást sumra kvenna
sé blind að vissu leyti. Og það er
þessari blindu að kenna, að hjóna-
bandsskipið vill oft reka upp á sker.
Það er það, sem veldur því, að
„margur hrjáður og hjálparvana lífs-
förunautur, lifir lífinu í þögulli ör-
vænting“, eins og einhver komst að
orði.
Þetta kom mér í hug um daginn,
þegar við vorum að undirbúa út-
gáfu á tímaritinu, sem við vinnum
við. I ritgerðakassanum, innan um
skrítlur, orðskviði og smágreinar,
fundum við vísu, eina af þessum
nafnlausu flækingum, sem skýtur
við og við upp kollinum í þessum
aragrúa af prentuðu og endurprent-
uðu dóti.
Litla blaðið okkar er að mestu
undir áhrifum kvenna, og flestar
stelpurnar gátu ekki séð neitt merki-
legt við þessa vísu. Eg stakk vís-
unni í vasann, og síðan hefi ég
borið hana undir ýmsa menn hér
og þar. Yfirleitt fann vísan hljóm-
grunn í hjörtum karlmannanna,
en innihald hennar er svona: „Elsk-
aðu mig minna en elskaðu mig
lengur. Elskaðu mig rólega, og láttu
það vara. Maður getur orðið
þreyttur á faðmlögum, ef þau eru
veitt hvar sem er og hvenær sem
er. Þú ert alltaf kyrr við hlið mér.
Gefðu mér næði til að láta mér
þykja vænt um þig“.
„Elskaðu mig minna!“ Getur þú
skilið, hvers vegna nokkur eiginmað-
ur í þessum gamla ástarsnauða
'heimi, kynni að hugsa þetta í fylgsn-
um sálar sinnar?
Eg á ekki við það, að hann
aðeins sé á móti opinberum sýning-
um, sem flestir ciginmenn hata,
hleldur kvcinstafi þcssa nafnlausa
51