Bergmál - 01.03.1947, Page 54
Marz
Bergmál ---------------------------
höfundar. Það er altalað, að konan
hans hringi hann oft upp í miðj-
um vinnutíma, aðeins til að þvaðra
smávegis við hann, og fá hann til
að fullvissa hana um ást hans.
Eg þekkti hann aftur á því, að
hann roðnaði lítils háttar, þrátt fyrir
sólbrúna húðina, þegar hann sá
vísuna aftur. Og eins sá ég í gegn-
um tilbúning hans um það, að hann
þekkti náunga, sem ætti við slí'kt að
búa.
Auðvitað tóku flestir mennirnir
vísunni með sama hlutleysinu eða á
ópersónulegan hátt. En hvernig, sem
þeir tóku þessu, voru þeir allir sarp-
mála um þetta sama skilningsleysi
eiginkonunnar.
Ertu viðbúinn að ganga undir
smápróf? Aðeins þrjár litlar spurn-
ingar! En þær eru einskis virði, ef
þeim er ekki svarað af strangasta
heiðarleik og hreinskilni.
1. Ertu ifellt að nauða á honum
með spurningum? Kemur þú hon-
um með hnýsni þinni til að fjarlægj-
ast þig og sveipa sig hjúpi blekk-
inga og launungar?
Við skulum nú samt ekki gera
ráð fyrir því, að þú setjir hendur á
mjaðmir óg byrjir nákvæma yfir-
heyrslu, um hvar hann hafi verið
fram að þessari stund, eða hver
konan hafi nú verið? Við skulum
segja, að hann hafi farið á sam-
kqmu gamalla bekkj arfélaga. Þeg-
ar hann kemur aftur, ræðstu þá á
hann og spyrð í þaula? Að mestu
leyti sömu spurninga, sem þú mund-
ir spyrja dóttur þína eða systur,
þegar þær kæmu úr samkvæmi?
Þær hefðu gaman af þessum spurn-
ingum! Þú myndir vilja sjá það allt
sem gerðist fyrir hugskotssjónum
þínum, sérstaklega allt, sem snerti
elskuna þína. Þú myndir koma upp
um þig með því að spyrja, hverjar
hafi verið þar, hvað hún hafi sagt,
og hvað hann hafi sagt, og hvernig
hún hafi litið út, og í hverju hún
hafi verið.
En karlmenn taka ekki eftir þess
konar. Þeir kalla þetta hégóma.
Spekingur hefur sagt: „Konur eru
alltaf að spyrja einhvers og menn
eru alltaf að reyna að svara — en
konurnar eru engu nær“.
Oftast eru þessi svör búin til, til
að hlífa þolinmæði þeirra við hin-
um þreytandi kvennaspurningum.
Ég þekki prest, sem skrökvar að
konunni sinni eftir nótum — þegar
hún stendur hann ekki að því. Það er
furðulegt, hvað það er margt, sem
hann ekki veit eða hefur ekki at-
hugað, stundum! Eða man ekki,
þegar hann man eftir því að gleyma.
Konan hans hjúfrar sig að hon-
um í ástúð sinni og reynir að sjá
hann fyrir sér í huga sínum, þegar
hann er að sinna daglegum störfum
með sóknarbörnum sínum. En með
- 52