Bergmál - 01.03.1947, Síða 56
Bergmál
Marz
Hugsanir hans, tilfinningar hans,
sál hans.
Ef hann vill aðeins sitja hljóSur,
vilt þú þá endilega tala? Ef hann
er í öSru herbergi, ertu þá ekki í
rónni, fyrr en þú veizt, hvaS hann
er aS gera. Ertu alltaf aS spyrja
hann, hvaS hann sé aS hugsa núna ?
Vilji hann vera í næSi, þá ertu svo
dæmalaust lagin aS koma á staS
smásamkvæmi er þaS ekki?
ÞaS sem þú ert í raun og veru
aS gera, er aS sannfæra hann um
þaS, aS ef hann vilji vera stundar-
korn út af fyrir sig, þá sé heimiliS
sízti staSurinn til þess.
Innst í sérhverju okkar býr ein-
hver þrá eftir hæli eSa einhverjum
einkakrók, þar, sem viS getum ó-
trufluS beSizt fyrir, ef viS viljum —
eSa hugsaS, lesiS eSa bara slæpzt.
Sú kona er sjaldgæf, sem skilur aS
ást hennar er ekki neitt töfraorS,
sem getur gefiS henni rétt til aS
skyggnast inn í þennan afkima
mannsins síns, og aS hún er næst
eiginmanni sínum á þessum stund-
um ef hún blátt áfram lætur hann
í friSi.
Afkimi — þetta eina orS felur
einmitt í sér þaS, sem er aSalgall-
inn á ást sumra kvenna. Ast, sem
er svo áköf, aS hún þrengir sér inn
í þaS allra helgasta persónulegs rétt-
ar. Og þaS sem er enn ófyrirgefan-
legra, leyfir jafnvel öSrum aS
skyggnast inn líka. ÞaS kann aS
stafa af því, aS nútíma konan sé
aS tapa smekk sínum fyrir því, hvaS
sé sæmandi umræSuefni. Einhver
hefur sagt aS tal kvenna verSi ber-
orSara meS hverju árinu. ÞaS sé í
raun og veru ekkert þaS umræSu-
efni til, sem konur myndu ekki
ræSa sín á milli opinskátt, þó aS
þær annars séu hinar vandfýsnustu.
I mörgum tilfellum er þaS aSeins
eiginmaSurinn, sem reynir aS láta
allt líta eins vel út, sem snýr aS
umheiminum, eins og áSur var vani
á heimilum.
En hvernig sem þú ert skapi farin
í þaS og þaS sinniS, mundu þaS,
aS þú giftist manni en ekki þorski.
Og mundu þaS, aS hnýsnin er
tvíeggjaS vopn, sem gægist og smýg-
ur, skammfeilnislaust, inn í hvaS
eina, en getur líka rifiS og svipt í
sundur. Hnýsni þín og nudd getur
neytt manninn þinn burt frá þér og
til aS rísa gegn þér í skyndilegri
ofsareiSi, meS grimmdarlegri skip-
un um aS skipta þér ckki af því,
sem kemur þér ekki viS. Og þar hef-
ur hann algerlega rétt fyrir sér. En
miklu oftar verSur hann kyrr aS
nafninu til, en hugur hans og sál er
órafjarri, stirSnuS af gremju, sem
elur á laununginni, og full af eitr-
aSri reiSi, sem spillir öllum trúnaSi
ykkar í milli.
Láttu ekki ástina verSa aS hnýsni!