Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 61

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 61
1947 --------------------------------------------------- Bergmál inn lægi í leyni. Á stað nokkrum í skógarjaðrinum var fallið tré. Frá stofni þessa trés hlutu skotin að hafa komið. Hann byrjaði nú með nákvæmri aðgæslu og varkárni að koma byssu- hlaupinu fyrir í rifunni. Fór hann ennþá gætilegar að þessu en við rifú tilbúninginn. Meðan hann var að koma byssuhlaupinu út um rifuna, gat hann ekki varizt því að hugsa um svarta Roger. Hann gat þó ekki grunað, að sá svarti væri á ferð hér. Hann vissi að það hlyti að vera ómögulegt. Það gat hvorki verið svarti Roger eða neinn af vinum hans, sem lá þarna í leyni á bak við viðarbolinn. Árásin var óskiljanlegri, vegna þess hve fyrirætlunum hans hafði verið haldið leyndum í Athabasca. Hann hafði ekki einu sinni kvatt beztu vini sína. Og af því hve svarti Roger var illur viðureignar, var Carrigan ekki einu sinni í einkennisbúningi að þessu sinni. Hann gat alls ekki hafa komizt á snoðir um ferðir hans. Auk þess hlaut svarti Roger nú að vera mörg þúsund kílómetrum norðar, ef enginn hafði neytt hann til að koma suður fyrir stórárnar. Ef hugsað var rökrétt gat hann ekki komizt að nema einni niðurstöðu. Maðurinn sem hann átti í höggi við, hlaut að vera bófi, sem ætlaði sér að ná í útbúnað hans og hugsanlegt verðmæti, er hann kynni að bera' á sér. Þegar sprengin varð í pokanum við fjórða skotið, stóðst þessi tilgáta hans varla lengur. Sá sem stóð fyrir þessum skotum, hver sem hann var, sýndi meiningarlaust skeytingarleysi um verðmæti og innihald bakpokans. Hann gat að minnsta kosti ekki skort tilfinnanlega góð riffilskot. Dósa- mjólk flæddi yfir hendur Carrigans. Hann bjóst varla við, að nokkurt ílát væri heilt eftir í bakpokanum. Carrigan hélt áfram að reyna að koma rifflinum fyrir í rifunni, þó seint gengi. Fuglinn, sem áður var sagt frá hafði nú tekið eftir honum og virtist hafa áhuga á því, sem hann var að gera. Hann hafði nú fært sig nokkra metra nær, tvísté og hallaði undir flatt, er hann horfði á þessa undarlegu, lifandi veru, er lá undir steininum. Undrun hans lýsti sér í hvellum skræk, sem hann við og við gaf frá sér. Carrigan langaði til að snúa hann úr hálsliðnum, því af athæfi fuglsins gat óvinur hans séð, að hann var ennþá lifandi, og ekki af baki dottinn. Það tók hann ellífðartíma, að því að honum fannst að koma hlaupinu út um rifuna, og á hverju augnabliki bjóst hann við skoti í viðbót. Hann lagðist flatur á jörðina og miðaði eftir hlaupinu. Hann var viss um að fjandmaður hans var á gægjum eftir honum, en hann gat samt sem 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.