Bergmál - 01.03.1947, Síða 63
1947
BergmÁl
enriþá á lífi. Það var spennandi uppgötvun og nú gat hann líka séð sól-
geisla á sandinum. Hann gætti þess að hreyfa sig ekki en opnaði þó aðeins
augun. Hann gat séð til skógarins. Við miðjan sjóndeildarhringinn sá
hann stóran bing af greinum og laufi. Er hann starði á það, sá hann,
hvar greinarnar skiptust og mannvera kom í Ijós, Carrigan dró djúpt
andann. Hann fann ekki til meins við það. Með hendinni sem undir
honum var tók hann fast um byssuskeptið. Hanri skyldi samt sem
áður bera sigur úr býtum, ef guð lofaði honum aðeins að lifa ör-
lítið lengur.
Fjandmaður hans- nálgaðist. Þegar hann kom nær lokaði Carrigan
augunum betur. Honum varð að heppnast, að láta líta svo út sem hann
væri dauður, er komið yrði að honum. Þegar bófinn legði svo frá sér
byssuna, sem hann vitanlega myndi gera, fengi hann tæ.kifæri til að
grípa til sinna ráða, þá hefði hann tækifærið til að sigra. En ef hann
léti á sér bæra, þó ekki nema augnalokin titruðu ofurlítið, þá'. . .
Hann lokaði augunum til fulls. Hann svimaði og verkjaði aftur í
höfuðið. Hann heyrði numið staðar í sandinum við hliðina á sér. Því
næst heyrði hann mannsrödd. Hún sagði engin orð, en gaf bara frá sér
óreglulegt hljóð. Carrigan sameinaði síðustu krafta sína með sterku
viljaþreki. Honum fannst hann rísa hratt á fætur, en það var engu líkara
en maður risi þar upp frá dauðum, svo hægt og rólega reisti hann sig
upp. Byssan hékk máttlaus í hendi hans og vissi hlaupið til jarðar. Hann
leit upp um leið og hann reyndi að lyfta byssunni til atlögu. Þá fyrst
varð hann máttlaus en kom þó upp undrunarópi.
Fjandmaður hans stóð þarna í sólskininu og starði á hann með stór-
um dimmum augum, sem lýstu hræðslu. Það voru ekki karlmanns augu.
A ævintýralegustu stundu lífs síns, tók Carrigan allt í einu eftir því, að
það sem hann starði á var kvenmannsandlit.
III. KAPÍTULI.
Þarna stóðu þessar tvær manneskjur hver andspænis annarri, hreyf-
ingarlausar eins og myndastyttur. Ef til vill stóðu þau þannig í tuttugu
sekúntur, en Carrigan fannst það vera miklu lengri tími. Hann sá að-
eins bláan himininn, skínandi sólina og stúlkuna, er féll inn í mynd hans
af þessu tvennu. Byssan rann úr máttlausri hendi hans og líkaminn féll
á olnbogann, sem undir honum var. Hann var kominn að þrotum, bæði