Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 12
Og hann fékk ákafan hjartslátt.
A morgun um þetta leyti verð
ég kannski dáinn. — Maðurinn
sem ég sé horfa á mig úr spegl-
inum, er þá ekki til. Er það mögu-
legt? Hér stend ég. Eg sé sjálfan
mig. Ég finn til. Ég lifi. En eftir
tuttug'u og fjóra klukkutíma ligg
ég ef til vill í þessu rúmi, með lok-
uð augu, dáinn og stirnaður.
Ósjálfrátt sneri hann sér að rúm-
inu, og' sýndist hann sjá sjálfan
sig þar, liggjandi á bakið, með öll
sýnileg dauðamerki á andlitinu.
Hann varð allt í einu hræddur
við rúmið, og fór inn í næsta her-
bergi, tók í einhverri leiðslu vind-
il, kveikti í honum og fór að ganga
um gólf. Honum var kalt, og gekk
nokkur fet í áttina til bjöllunnar,
til að vekja þjóninn og segja hon-
um að kveikja upp í ofninum en
hætti við það.’
— Nei, það dugar ekki. Ef hann
kemst nú að því að ég er hræd.d-
ur.
Hann kveikti sjálfur upp í ofn-
inum. En hann var svo skjálfhent-
ur að hann gat varla ráðið við það
sem hann hafði handa á milli.
Hann svimaði, og hugsunin var
öll á ringulreið. Honum leið ekk-
ert ósvipað manni sem hefur setið
að sumbli.
Og alltaf var hann að spyrja
sjálfan sig:
— Hvað á ég að gera? Hvað á
að verða af mér?
ÞAÐ VAR farið að daga. Morg-
unroðinn kastaði geislum sínum
á múrana og þökin í bænum. Hin
upprennandi sól sendi ástúðlega
geisla sína yfir mennina, sem nú
voru að bregða blundi. Og sól-
skinið fyllti hjarta Signoles með
glaðri von. Var hann með öllu
ráði, að láta hræðsluna ná tökum
á sér, þar sem ekkert var fastá-
kveðið og einvígisvottarnir höfðu
ekki ennþá farið til Lamil. Það
var ekki einu sinni víst að einvígi
yrði háð.
Hann gekk inn í svefnherberg-
ið, klæddi sig með mikilli vand-
virkni, og gekk síðan hnakkakert-
ur og ákveðinn niður stigann.
A leiðinni mselti hann hvað eft-
ir annað:
— Ég verð að vera rólegur. Ég'
verð að láta alla sjá að ég er ó-
hræddur.
Hinir tveir einvígisvottar sem
hann hafði valið sér, voru strax
fúsir að gera honum þennan
greiða. Og eftir að þeir höfðu
heilsað honum mjög vinsamlega,
fóru þeir að bollaleggja skilmál-
ana.
— Viljið þið heyja einvígið í
fullri alvöru?, sagði baróninn.
— Já, í fullri alvöru.
— Veljið þér skammbyssu?,
hélt La Toure Noires áfram.
— Já.
— Gefið þér okkur umboð til
að semja um einvígisskilmálana?
12 STJÖRNUR