Stjörnur - 01.05.1950, Síða 13

Stjörnur - 01.05.1950, Síða 13
— Tuttugu skrefa fjarlægð, sagði Signoles þurrlega. Skjótum þar til annarhvor er alvarlega særður. — Þetta eru ágætir skilmálar. sagði Bourdin ánægjulega. — Þér skjótið vel af skammbyssu, svo allar líkur eru til að heppnin sé yðar megin. Þeir héldu af stað. — Signoles hélt heim til sín, til þess að bíða eftir þeim. Oróleikinn, sem hann hafði getað haft hemil á meðan hann talaði við einvígisvottana, fór nú að ásækja hann aftur. Morgunmaturinn beið hans, og hann ætlaði að reyna að borða, en kom ekki einum munnbita niður. Þá datt honum í hug að fá sér í staupinu, til að auka hugrekkið. Hann bað um áfengi og drakk sex líkjörglös af því. Og hann fann hit- ann streyma um sig, og honum fannst hann verða svo ánægjulega andlega sljór. — Þetta var gott ráð, hugsaði hann. Nú veit ég hvernig ég á að hafa það. Eftir nokkurn tíma hafði hann lokið úr flöskunni, en þá fór hug- arstríðið að verða óþolandi. Hann fékk vitleysislega löngun til þess að velta sér um gólfið, bíta og hrópa. Það var tekið að rökkva. Allt í einu var hringt; honum fannst hann ætla að kafna. Hann hafði ekki krafta til að standa á fætur og taka á móti einvígisvottunum. Hann þorði ekki að yrða á þá, svo röddin kæmi ekki upp um hann. — Þá er öllu ráðstafað, tók Bourdin til máls, eins og þér lögð- uð fyrir. Mótstöðumaður yðar gerði fyrst þá kröfu að vera skoð- aður sá, sem móðgaður hefði ver- ið, én féll strax frá því, og gekk að öllum yðar skilmálum. Einvíg- isvottar hans eru tveir liðsforingj- ar. — Þökk, stundi Signoles upp. — Eg vona að þér fyrirgefið, þó við verðum að fara strax, sagði Noirs. Ennþá er mörgu óráðstafað. Edicard G. Robinson, hinn fra’gi og vin- srvli shapgerðarleikari. STJÖRNUR 13

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.