Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 54
gifst í Alexandríu, strokið frá
þeirri konu til Bandaríkjanna og
gifst þar þriðju konunni, að síð-
ustu hafði hann svo einnig yfir-
gefið hana til þess að geta gengið
að eiga að nýju eiginkonu sína
númer eitt.
Mál þetta vakti mikla athygli
og þótti trakíkómiskt. Dómstól-
arnir úrskurðuðu að Jörgensen
hefði gerst sekur um fjölkvæni,
og væri því önnur og fjórða
hjónavígslan ógild. Þegar hann
gekk að eiga Alexandríukon-
una var hann giftur í Noregi, og
var því sú gifting marklaus, en
hinsvegar var kona hans búin að
fá sér dæmdan skilnað er hann
giftist í U.S.A., þótt Jörgensen
vissi ekki um það. Þessvegna varð
það hjónaband að teljast gilt, en
hið endurnýjaða hjónaband hans
og fyrstu konunnar ekki.
En þegar hér var komið sögu
hafði Ameríkukonan fengið vitn-
eskju um hvernig málum var
háttað, vildi hún þá ekkert af
manninum vita framar og fékk
sér dæmdan skilnað. Fyrsta kon-
an var hinsvegar reiðubúin til að
fyrirgefa bónda sínum og getur
því slceð að hún giftist honum í
þriðja sinn — ef hún þá ekki
lætur tvær fyrri hjónavígslurnar
duga.
En það er af norsku dómstólun-
um að segja að þeir dæmdu
Hans Jörgensen til fangelsisvist-
ar — en höfðu dóminn skilorðs-
bundinn. Hann þarf því ekki að
taka út hegningu nema hann
haldi uppteknum hætti og haldi
áfram að yfirgefa konur og gift-
ast nýjum.
★
Hinn kunni norski skíðakappi,
Arnold Kongsgaard fór í vetur að
fá undarleg bréf úr ýmsum áttum
úr Noregi. Voru það sumt eld-
heit ástabréf frá ungum stúlkum
og héldu sumar þeirra því fram
að hann hefði verið í all nánum
kunningsskap við þær. En Arn-
old, sem er giftur maður, og á
börn og er hinn æruverðugasti
heimilisfaðir, fannst þetta í
meira lagi undarlegt. Hann sýndi
lögreglunni bréfin og bað um að
rannsókn væri hafin í máhnu.
Það kom þá upp úr kafinu að
ungur ævintýramaður hafði ferð-
ast um landið og farið á kvenna-
far uppá vinsældir skíðakappans,
enda gengið undir hans nafni.
Tókst loks að hafa upp á manni
þessum og var hann nýlega
dæmdur í sjö mánaða fangelsi.
★
NÝLEGA fór fram í Svíþjóð
óvenjuleg athöfn. I fangelsi
einu í Dölum eru 50 afbrotamenn.
Meðal þeirra var einn sem ný-
lega hafði orðið faðir. Nú fór
hann þess á leit við fangelsisprest-
inn að hann skírði barnið við
guðþjónustu innan betrunarhúss-
54 STJÖRNUR